Skerðing á samhæfðum hreyfingum og skjálfti

Skerðing á samhæfðum hreyfingum á sér stað vegna bólgu í litla heila sem veldur truflunum á boðum frá heila til útstöðva þannig að stjórn og samhæfing fara ekki saman. Það veldur klunnahætti, óstöðugu göngulagi, skertum augn- og útlimahreyfingum og erfiðleikum með tal. Til dæmis getur verið erfitt að láta fingur hitta á nef með augun lokuð. Einkenni geta verið væg en geta líka verið það mikil að einstaklingur er sem ölvaður.

Í slæmum tilvikum getur einstaklingur verið þjakaður af skjálfta. Hann getur átt í erfiðleikum með að halda á glasi eða viðhalda ákveðinni líkamsstöðu, eins og að sitja. Stress og kvíði eykur auðveldlega á einkennin.

Erfitt getur verið að meðhöndla slíkan skjálfta og stjórnleysi hreyfinga. Lyf hafa takmörkuð áhrif þannig að endurhæfing og aðlögun að breyttum aðstæðum er oft eina lausnin. Iðjuþjálfi getur gefið góð ráð. Í stöku tilfellum geta svo kallaðar botulinum-sprautur (botox) hjálpað.

 

Góð ráð við stjórnleysi hreyfinga og skjálfta

  • Endurhæfing og aðlögun að breyttum aðstæðum 
  • Iðjuþjálfi getur gefið góð ráð 

  • Lyf hafa takmörkuð áhrif 

  • Bótox

 

 

ATH! Ítarefni væntanlegt.