Máttminnkun/máttleysi

Máttleysi getur verið vægt, stundum þannig að einstaklingurinn finnur einungis fyrir vægri klaufsku í hendi/höndum eða fyrir máttleysi í fæti/fótum við áreynslu. Við meira máttleysi/lömun verður oft vart aukinnar vöðvaspennu sem getur haft mjög truflandi áhrif á hreyfingar.

Máttleysi hefur áhrif á jafnvægi og göngu og því er nauðsynlegt að vinna á móti einkennum eins og mögulegt er, til dæmis með æfingum. Mælt er með því að byggja sig upp jafnt og þétt með reglubundnum líkamsæfingum í stað þess að taka hressilega á því stöku sinnum.

Gott ráð er að forgangsraða verkefnum til að spara orku og nota hjálpartæki þegar þeirra er þörf.

Rétt er að hafa í huga að þættir eins og sýkingar, vökvaskortur eða of mikil áreynsla, jafnvel almennt álag, getur orsakað þreytu, slappleika eða jafnvel máttleysi. Þetta getur orsakað að fyrr tilkomnir erfiðleikar við til dæmis gang eða lömun í fótum eða klaufska í höndum getur aukist. Þegar svona er ástatt er ekki um eiginlegt MS-kast að ræða enda ganga einkennin til baka þegar sýkingin eða hinir þættirnir eru að baki.

 

Góð ráð við máttminnkun og máttleysi

  • Sjúkraþjálfun  

  • Forgangsraða verkefnum til að spara orku 

  • Líkamsrækt – Mælt er með því að byggja sig upp jafnt og þétt með reglubundnum líkamsæfingum í stað þess að taka hressilega á því stöku sinnum.  

  • Gönguhjálpartæki 

  • Hjálpartæki á heimili og vinnustað

 

 

ATH! Ítarefni væntanlegt.