Jafnvægisleysi

Það sem getur valdið truflun á jafnvægi og þar af leiðandi fallhættu eru meðal annars skemmdir í litla heila, dofi, máttminnkun, sjóntruflanir, svimi, vöðvaspenna og spasmi, skjálfti, þreyta, verkir og ofurnæmni í fótum.

Þessi og mörg önnur einkenni aukast auðveldlega við þreytu og álag og í aðstæðum þar sem áreiti eru mörg, til dæmis í fjölmenni.

Jafnvægisæfingar eru árangursríkar en mikilvægt er að halda líkamlegum styrk eins og unnt er. Til eru gönguhjálpartæki og hjálpartæki til að setja upp á heimilum eins og handföng, baðbekkir eða baðstólar.

 

Góð ráð við jafnvægisleysi og svima

  • Sjúkraþjálfun – styrktar- og jafnvægisæfingar 

  • Sjúkraþjálfarar geta gefið góð ráð um líkamsstöðu 

  • Stuðningshjálpartæki 

  • Gönguhjálpartæki 

  • Hjálpartæki á heimili og vinnustað 

 

 

ATH! Ítarefni væntanlegt.