Líkamleg einkenni

Einkenni MS geta ýmist verið líkamleg eða hugræn.

Hægt er að fá upplýsingar og góð ráð um ýmis líkamleg einkenni hér í valstikunni til hliðar og um hugræn einkenni hér og undir Hugræn færniPersónuleiki og háttalag, og Tilfinningaviðbrögð

Stundum er talað um MS sem sjúkdóminn með þúsund andlit. Einkennin eru margbreytileg og einstaklingsbundin, og mismunandi er að hve miklu leyti einkennin hafa áhrif á daglegt líf. Hægt er að meðhöndla mörg MS-einkenni með góðum árangri.

Sumir finna lítið og sjaldan fyrir einkennum á meðan aðrir upplifa mörg og erfið einkenni og það jafnvel oft eða stöðugt. Fáir geta algjörlega samsvarað sig öðrum, þó sum einkenni geti verið eins eða svipuð.

Enginn fær öll einkenni sjúkdómsins. Þess ber að geta að einstaklingar með MS geta upplifað einkenni sem líkjast MS-einkennum en eiga sér allt aðra orsök.