Þunglyndi

Rannsóknir benda til að MS-skemmdir á ákveðnum stöðum í heila geti valdið þunglyndi. Sýnt hefur verið fram á að meira er um þunglyndi hjá einstaklingum með MS borið saman við einstaklinga með aðra alvarlega sjúkdóma.

Þunglyndir einstaklingar geta upplifað uppgjöf og litla lífslöngun, haft áhyggjur, verið með sjálfsásakanir og sektarkennd. Þeim finnst þeir vera lítils virði og geta verið í sjálfsvígshugleiðingum.

Þunglyndi getur líka komið fram sem reiði gagnvart öðrum. Einstaklingurinn getur átt erfitt með að fá góðan og ótruflaðan nætursvefn og hann vaknar upp áður en hann er úthvíldur. Hann fær þannig ekki nauðsynlegan endurnærandi nætursvefn. Þreyta og áhugaleysi er líka einkennandi fyrir þunglyndi og bitnar óhjákvæmilega á félagslegri virkni viðkomandi.

 

Góð ráð

  • Þunglyndislyf geta virkað vel á þunglyndi hver svo sem orsökin er.
  • Sálfræðimeðferð getur verið gagnleg þegar meðhöndla þarf hugsanir og tilfinningar sem orsaka þunglyndi.
  • Sálfræðimeðferð samhliða lyfjameðferð hefur sýnt bestan árangur í meðferð þunglyndis.