Verkir

Verkir 

 • Verkir hjá einstaklingum með MS geta orsakast af MS-sjúkdómnum, taugaverkir, en líka tengst stoðkerfinu, stoðkerfisverkir. 

 • Lyfjagjöf fer eftir hvar verkir eru og hver orsök þeirra er.  

 • Sjúkraþjálfun er mjög mikilvæg.  

 • Hreyfa sig og gera vöðvateygjur daglega 

 • Gefa sér tíma í reglulega (djúp)slökun  

 • Þarf að skoða mataræðið? 

 • Halda „sársaukadagbók“ til að læra á sjálfan sig. Með því er hægt að forðast aðstæður sem geta framkallað verki.  

 • Þjálfa athyglina frá sársaukanum á meðan verkirnir standa yfir, þ.e. að færa sársaukann frá því að vera í forgrunni til að vera meira í bakgrunni, með því t.d. að „temja hugann“ eða hafa eitthvað áhugavert og skemmtilegt fyrir stafni.  

 • Iðjuþjálfi eða sjúkraþjálfari geta aðstoðað við að yfirfara aðstæður á heimili eða á vinnustað með tilliti til líkamsstöðu við vinnu og hvíld oúg eftir atvikum ráðlagt um notkun hjálpartækja. 

 • Verkir geta aukist við hita, kulda, eftir lélegan svefn, þreytu, hreyfierfiðleika, lágt sjálfsmat, einmanaleika eða þunglyndi. Þá getur hjálpað að leita lausna við þessum einkennum samhliða meðhöndlun verkja. 

 • Lyfjagjöf fer eftir hvar verkir eru og orsök þeirra 

 • Lyf; t.d. Gabapentin og Lyrica við taugaverkjum.Tramol-L (töflur eða plástur) er sterkt morfínskylt verkjalyf sem virkar á vöðvaverki.

 

Fróðleiksmoli: