Endurhæfing

Sjúkra- og iðjuþjálfun

Regluleg líkamsrækt, góðar teygjur og orkusparandi aðgerðir eru gulls ígildi við að halda sjúkdómseinkennum niðri.

Markmið með sjúkraþjálfun er að viðhalda færni í daglegu lífi með líkamsþjálfun og fræðslu, svo auka megi kraft, úthald, jafnvægi og samhæfingu vöðva. Sjúkraþjálfari veitir meðferð og þjálfun auk þess að fræða einstaklinginn um mikilvægi þjálfunar og um úrræði til að draga úr einkennum með líkamsbeitingu, orkusparandi aðgerðum og þjálfun.

Markmið með iðjuþjálfun er að meta hæfnisvið, hæfnisþætti og þær aðstæður sem hafa áhrif á færni og virkni einstaklingsins við daglega iðju og meta þörf fyrir hjálpartæki og leiðbeina um notkun þeirra. Iðjuþjálfi þjálfar og leiðbeinir um úrræði til að draga úr einkennum með líkamsbeitingu, orkusparandi aðgerðum og þjálfun.

Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfari geta ráðlagt um notkun hjálpartækja og aðstoðað við umsókn um þau.

Margar sjúkraþjálfunarstofur sinna MS-fólki af mikilli alúð og þekkingu.

 

Hvað er í boði

Einstaklingum með MS bjóðast margvísleg námskeið sem miða að því að efla styrk og færni, og auka andlega vellíðan. Hægt er að fara á námskeið hjá Styrk, sjúkraþjálfun, vera með í yoga-hópi með Birgi Jónssyni, Ananda yoga, eða fá þjálfun á hestbaki hjá Hestamannafélaginu Herði.

 

Styrktarþjálfun

Hjá Styrk, sjúkraþjálfun, miða æfingar að því að efla styrk, færni, jafnvægi og úthald. Þjálfunin fer fram í tveimur hópum sem miða við getu og færni einstaklinganna. Þjálfunin er þó einstaklingsmiðuð. Mjög góð aðstaða er hjá Styrk, bæði til hópþjálfunar og æfinga í tækjasal. Fyrsti tíminn eftir áramót er mánudagurinn 9. janúar. Öllum er frjálst að koma og taka prufutíma eða fylgjast með. Æfingarnar þykja mikil áskorun, einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar. Enginn tími er eins. Sjá nánar hér.

 

YOGA-NÁMSKEIÐ

Um er ræða svokallað Raja Yoga (konunglegt yoga) en það samanstendur af öllu yoga; Hatha, Karma, Bhakti, Ashtanga og Pranayama yoga. Notaðar eru teygjur, styrktaræfingar, öndun, dans og hugleiðsla til að komast nær kjarnanum og fá meiri orku og þrótt. Einnig er fræðsla um yoga, heimspeki, mataræði I og II, siðfræði, trú, meðvirkni (að sleppa tökunum), orkustöðvar ofl. Sjá nánar hér.

 

ÞJÁLFUN Á HESTBAKI - REIÐNÁMSKEIÐ

Fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva sem fljótir eru að rýrna hjá okkur MS-fólki eftir því sem hægir á okkur.

Þátttakendur sem verið hafa á námskeiðunum hafa verið mjög ánægðir og finnst sem þeir hafi styrkst, bæði á líkama og sál. Sjá nánar hér.

 

 

TEYGJUR OG ÆFINGAR – ÆFINGABLÖÐ REYKJALUNDAR:

Handaæfingar I Handaæfingar II

Teygjur I Teygjur II Teygjur III Teygjur IV Teygjur V

Æfingar I Æfingar II

 

 

VINNUVERND:

Æfingar sem hafa jákvæð áhrif á blóðflæði Teygjur og liðkandi æfingar sem draga úr vöðvaspennu

 

 

VINNUUMHVERFI - IÐJUÞJÁLFUN REYKJALUNDAR:

Stillingar á vinnuumhverfi við tölvuna

 

 

GREINAR:

Með jafnvægi að Styrk - Svavar Sigurður Guðfinnsson (MeginStoð 2. tbl. 2016) Af stað! Þú getur þetta! - Belinda Chenery (MeginStoð 2. tbl. 2016) Jafnvægisþjálfun skilar árangri - Anna Sólveig Smáradóttir (MeginStoð 2. tbl. 2016) Virkni í daglega lífinu - Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir (MeginStoð 2. tbl. 2015) Sértæk þjálfun fólks með MS-sjúkdóm; fræðin, reynslan og framtíðin - Sif Gylfadóttir, sjúkraþjálfari MSc, Reykjalundi (MeginStoð 1. tbl. 2013) Endurhæfing og MS - Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari

 

 

GAGNLEGAR VEFSLÓÐIR:

10 mismunandi kennslumyndbönd með styrktar- og teygjuæfingum

Framleiðandi: Landlæknisembættið

Teygjuæfingar sem nýtast vel þeim sem sitja mikið, t.d. í hjólastól eða fyrir framan tölvu

Landlæknisembættið sá um þýðingu og aðlögun á forritinu Teygjuhlé fyrir börn og unglinga (Stretch Break for Kids) árið 2006 og hefur heimild útgefanda, Para Technologies, til að nota það.