Ungt fólk með MS

Ertu ungur einstaklingur með MS?

ungtfolk

Hér til hliðar getur þú nálgast upplýsingar um það helsta sem gagnlegt er að vita um líf með MS og um námskeið og þjónustu í boði. Ekki síst getur þú fundið leiðir til að nálgast annað ungt fólk sem er í sömu stöðu og þú. Hópur ungs fólks hittist t.d. reglulega á kaffihúsi og annar hópur hittist reglulega í Árskógum. Eins finnur þú hér slóðir á nokkrar fésbókarsíður þar sem fólk skiptist á upplýsingum og reynslusögum.

MS-félagið gefur út fræðslubæklinga sem hægt er að nálgast á vefsíðu félagsins hér, hjá félaginu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík eða hjá taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi. Einnig er hægt að fá bæklinga senda heim, sjá hér.