Ertu ungur einstaklingur með MS?

ungtfolk

Myndin er tekin af norrænu ráði ungra og nýgreindra á Norðurlöndum árið 2017 en hópurinn stóð að gerð fræðslumyndbands sem skoða má hér. Fulltrúar Íslands, Eva Þorfinnsdóttir og Símon Rafn Björnsson, standa lengst til hægri.

 

Hér til hliðar getur þú nálgast upplýsingar um það helsta sem gagnlegt er að vita um líf með MS og um námskeið og þjónustu í boði. Ekki síst getur þú fundið leiðir til að nálgast annað ungt fólk sem er í sömu stöðu og þú. Til dæmis finnur þú hér slóðir á nokkrar fésbókarsíður, sumar sérstaklega fyrir ungt fólk og nýgreinda, þar sem fólk skiptist á upplýsingum og reynslusögum og skipuleggur hitting.

MS-félagið gefur út fræðslubæklinga sem hægt er að nálgast á vefsíðu félagsins hér, hjá félaginu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík eða hjá taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi. Einnig er hægt að fá bæklinga senda heim, sjá hér.