Gerast Stoðvinur

Ykkar styrkur er okkar stoð

Viltu hjálpa til við að renna styrkari stoðum undir rekstur MS-félagsins og gerast Stoðvinur?

 

Sem Stoðvinur styður þú félagið með mánaðarlegum framlögum (1.000 kr. eða hærra) og hjálpar þannig til við að renna styrkari stoðum undir rekstur félagsins.

 

Félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 • Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, yoga og reiðnámskeið og styður við jafnvægis- og styrktarnámskeið hjá Styrk, sjúkraþjálfun.
 • Fræðsluefni – útgáfa fræðslubæklinga og annars konar fræðsluefnis.
 • Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma
 • Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af ýmsum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk
 • Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, sjúkdómnum, lyfjamálum og hjálpartækjum eða öðru því sem áhugi er fyrir.
 • Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis
 • Viðtalstíma við fulltrúa úr fræðslunefnd félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra
 • Félagsráðgjafa – einstaklings- hjóna- og fjölskylduviðtöl, réttindamál - Viðtöl á föstudögum kl. 10-13
 • MS Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands
 • Útgáfu MS-blaðsins tvisvar á ári
 • Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15. Í júlí og ágúst er lokað á föstudögum.
 • Þátttöku í alþjóðadegi MS-félaga
 • Vefsíðu og fésbókarsíðu
 • Erlent samstarf
 • Nefndarstarf
 • Ýmislegt annað ótalið

MS-félagið nýtur mjög lítilla opinberra styrkja og innheimtir mjög lágt félagsgjald svo velvild einstaklinga, félaga og fyrirtækja stendur undir starfsemi félagsins.

 

Prentaðu út eyðublaðið, fylltu út og sendu okkur á Sléttuveg 5 eða skannaðu inn og sendu á msfelag@msfelag.is

 

Einnig er hægt að hafa samband við MS-félagið í síma 568 8620 eða með tölvupósti á netfangið ingdis@msfelag.is

Sem Stoðvinur er þér frjálst að segja þig frá mánaðarlegum framlögum hvenær sem er. Fullum trúnaði er heitið hvað varðar allar greiðsluupplýsingar.

Sem þakklæti fyrir stuðninginn fá allir Stoðvinir árlega jólaglaðning frá MS-félaginu.