Landsbyggðin

Spjallhópar á landsvísu

Víða um land er að finna spjallhópa fólks með MS-sjúkdóminn.

Miklar vegalengdir og fámenni er helsti þröskuldurinn fyrir reglulegum og fjölmennum fundum en þrátt fyrir það leggja sumir á sig allt að 50 km ferðalag til mánaðarlegra funda, sem segir meira en mörg orð um mikilvægi slíkra spjallhópa. 

Hægt er að sækja um styrk til MS-félagsins til að koma á fót og/eða efla spjallhópa utan höfuðborgarsvæðisins. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um reglulega fundi sé að ræða sem auglýsa má á heimasíðu félagsins. Umsóknir um styrki sendist á msfelag@msfelag.is. Í umsókninni skal tilgreina hvernig styrknum verður varið og upplýsingar um staðsetningu hóps, fundarstað, fundartíma og tengilið (nafn, símanúmer og/eða netfang).

 

Landsbyggðarhópar

 

Höfuðborgarsvæðið:

Nánari upplýsingar á skrifstofu.

 

Akranes og Vesturland:

Hópstarf hefur legið niðri um tíma, hefur þú áhuga á að koma á fót hópastarfi eða vera tengiliður fyrir þennan landshluta? Hafðu samband við skrifstofu MS-félagsins.  

 

Ísafjörður

Á Ísafirði er starfandi hópur sem hittist ekki reglulega en áhugasamir geta haft samband við Ingibjörgu Snorradóttur, gsm: 867-7942 eða Rannveigu Björnsdóttur, s: 456-5326.  

 

Skagafjörður og Norðurland vestra:

Hópstarf hefur legið niðri um tíma en áhugasamir hafi samband er Auðbjörgu Ósk Guðjónsdóttur, netfang: abbaosk@gmail.com, s: 847-5608. 

 

Eyjafjörður

Fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 18 hittast norðanmenn á veitingastaðnum Greifanum. Þangað koma MS-einstaklingar á öllum aldri. 

Ef MS-sjúklingur eða aðstandandi þarf að ná í okkur er annað hvort að mæta til fundar eða hafa samband við Dagbjörtu Önnu Gunnarsdóttur, s: 868-9394 eða Vilborgu Sigurðardóttur s: 894-9391.

MS-fólk á Eyjafjarðarsvæðinu á þess kost að fá æfingahjól heim til sín til afnota endurgjaldslaust. Hjólin eru mjög góð til að byggja upp kraft og þrek í fótum.

Facebook hópur fyrir MS-fólk og maka á Eyjafjarðasvæðinu. 

Austfirðir

Hópstarf á Austfjörðum hefur legið niðri um tíma en áhugasamir hafi samband við Pálínu Hildi Ísaksdóttur, gsm: 862-9998.  

 

Suðurland:

Hópstarf á Suðurlandi hefur legið niðri um tíma en áhugasamir hafi samband við Sólveigu Ósk Hallgrímsdóttur, gsm: 896-2466.

 

Vestmannaeyjar:

Í Vestmannaeyjum hittist Eldfjallahópurinn að jafnaði þriðja fimmtudag í mánuði á Tanganum kl. 17.00. Hópurinn er fyrir bæði MS og Parkinson fólk. Áhugasamir hafi samband við Guðrúnu Kristmannsdóttur, s: 481-2434, gsm: 896-3427.

 

Facebook hópur fyrir MS og Parka í Eyjum

Suðurnes

Spjallhópurinn SMS er til staðar á Suðurnesjunum og hittist hópurinn fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 20 í Sjálfsbjargarheimilinu, Suðurgötu 12, Keflavík. Víðir S. Jónsson, netfang: vidir@hsveitur.is, gsm: 860-5233, er í forsvari fyrir hópinn.

Facebook hópur fyrir Suðurnesjafólk með MS