Félagsráðgjafi

Nú er aftur hægt að bóka viðtöl hjá félagsráðgjafa. Viðtölin eru bókanleg hér

COVID-19

Við gætum vel að smitvörnum. Herbergi eru sótthreinsuð milli viðtala og snertifletir sótthreinsaðir reglulega yfir daginn. Við getum tryggt 2ja metra regluna á biðstofu og í viðtölum en fólki er í sjálfsvald sett hvort það beri grímu í viðtali. 

Ef þú ert með flensueinkenni skaltu óska eftir símaviðtali eða færa viðtalstímann.

Félagsráðgjafi MS-félagsins býður upp á margþætta þjónustu:

  • Einstaklings-, hjóna/para- og fjölskylduviðtöl.
  • Stýrir og skipuleggur námskeið fyrir MS-greinda og fjölskyldur þeirra.
  • Veitir upplýsingar um rétt í veikindum hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, stéttarfélögum o.fl. og aðstoðar einstaklinga við að sækja rétt sinn.
  • Veitir upplýsingar um réttindamál og félagsleg úrræði.
  • Er talsmaður og tengiliður fólks við stofnanir.
  • Annast bréfaskriftir vegna skjólstæðinga.
  • Greinir og metur félagslegar aðstæður og tengslanet.
  • Veitir ráðgjöf og stuðning vegna félagslegra aðstæðna.
  • Skipuleggur félagsleg úrræði, t.d. liðveislu, heimaþjónustu, stuðningsteymi eða starfsendurhæfingu.
  • Tekur þátt í að samræma þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

Þjónusta félagsráðgjafans er kostuð af Reykjavíkurborg og er félagsmönnum því að kostnaðarlausu.

María Rúnarsdóttir er félagsráðgjafi MS-félagsins.​ Mynd af Maríu Rúnarsdóttur félagsráðgjafa

María útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 1998. María er með víðtæka starfsreynslu. Hún var formaður Félagsráðgjafafélags Íslands á árunum 2012 til 2019 og sat í Evrópustjórn félagsráðgjafa 2015-2019. Áður starfaði María hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur og Miðgarði fjölskylduþjónustu í Grafarvogi. María hefur víðtæka þekkingu á félagsþjónustu og opinberri stjórnsýslu auk mikillar þekkingar á þjónustu við fatlað fólk. Hún hefur haldið haldið fyrirlestra innanlands og utan og skipulagt innlendar og  alþjóðlegar ráðstefnur og fundi. María er sjálfstætt starfandi félagsráðgjafi hjá Samskiptastöðinni þar sem hún veitir m.a. ráðgjöf og stuðning vegna félagslegra aðstæðna og handleiðslu til fagfólks og stjórnenda.

Tölvupóstfang Maríu er maria@msfelag.is

Tímapantanir

Viðtölin fara fram í nýuppgerðu og notalegu viðtalsherbergi í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.

 

Viðtölin verða í boði á miðvikudögum. Hægt er að panta tíma:

 

Tilkynna þarf um forföll eigi síðar en kl. 15 daginn fyrir viðtal með því að: