Smelltu hér til að bóka viðtal - Bóka viðtal
Þjónusta félagsráðgjafa MS-félagsins
- Stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga, hjón/pör og fjölskyldur
- Ráðgjöf um félagslega þjónustu
- Ráðgjöf um réttindi í veikindum hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, stéttarfélögum ofl.
- Aðstoð við bréfaskriftir og umsóknir
- Tengiliður við stofnanir
- Námskeið fyrir MS greinda og fjölskyldur þeirra
Viðtöl geta farið fram í MS-félaginu, í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.
Þjónusta félagsráðgjafans er kostuð af Reykjavíkurborg og er félagsmönnum því að kostnaðarlausu.
María Rúnarsdóttir er félagsráðgjafi MS-félagsins. 
María útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 1998. Hún hefur víðtæka þekkingu á félagslegri þjónustu og réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Samhliða starfar María á Samskiptastöðinni þar sem hún veitir einstaklingum, pörum og fjölskyldum ráðgjöf og meðferð. Hún er einnig í samstarfi við Parkinsonsamtökin um stuðningsviðtöl og félagsráðgjöf. María er sáttamiðlari frá Sáttamiðlaraskólanum og lýkur fjölskyldumeðferðarnámi á meistarastigi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vor 2022.
Tölvupóstfang Maríu er maria@msfelag.is
Tímapantanir
Í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 er góð aðstaða í notalegu viðtalsherbergi.
Viðtölin eru í boði á miðvikudögum. Hægt er að panta tíma:
-
-
Með því að hafa samband við skrifstofu í síma 568 8620
Mikilvægt er að tilkynna um forföll eigi síðar en kl. 12 daginn fyrir viðtal með því að:
-
-
Hringja á skrifstofuna í síma 568 8620