Félagsráðgjafi

Félagsráðgjafi MS-félagsins býður upp á margþætta þjónustu:Margret

* Einstaklings-, hjóna/para- og fjölskylduviðtöl.

* Stýrir og skipuleggur námskeið fyrir MS-greinda og fjölskyldur þeirra.

* Veitir upplýsingar um rétt í veikindum hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, stéttarfélögum o.fl. og aðstoðar einstaklinga við að sækja rétt sinn.

* Veitir upplýsingar um réttindamál og félagsleg úrræði.

* Er talsmaður og tengiliður fólks við stofnanir.

* Annast bréfaskriftir vegna skjólstæðinga.

* Greinir og metur félagslegar aðstæður og tengslanet.

* Veitir ráðgjöf og stuðning vegna félagslegra aðstæðna.

* Skipuleggur félagsleg úrræði, t.d. liðveislu, heimaþjónustu, stuðningsteymi eða starfsendurhæfingu.

* Tekur þátt í að samræma þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

 

Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, er með viðtalstíma á föstudögum. Hægt er að panta viðtalstíma eða símaviðtal í síma 568 8620 alla virka daga frá kl. 10 til 15. Þjónustan er í boði án endurgjalds.

Margrét hefur verið félagsráðgjafi MS-félagsins í meira en tvo áratugi. Hún lauk meistaranámi í félagsráðgjöf 2004, en lokaritgerð hennar var rannsókn á “félagslegum aðstæðum og aðlögun einstaklinga með MS-sjúkdóminn”. Margrét er einnig með sérnám frá Endurmenntun Háskóla Íslands í hjóna/para- og fjölskyldumeðferð og í hugrænni atferlismeðferð. Árið 2014 veitti Landlæknisembættið Margréti heimild til þess að kalla sig sérfræðing á heilbrigðissviði.