Þjónusta í boði hjá MS-félagi Íslands

Skrifstofa félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík er að jafnaði opin milli kl. 10 og 15 alla virka daga. Hægt er að nálgast ýmis konar upplýsingar og aðstoð, panta tíma hjá formanni og félagsráðgjafa, skrá sig á námskeið, panta íbúð sem félagið hefur til skammtímaútleigu og kaupa minningakort, gjafakort og annan varning til styrktar starfseminni.  Sími skrifstofu er 568 8620 og tölvupóstfang msfelag@msfelag.is.

Skrifstofustjóri er Ingdís Líndal. 

Ritari NMSR (Nordisk MS Råd) og starfsmaður á skrifstofu er Helga Kolbeinsdóttir. 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, reiðnámskeið, jóga, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM-hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið. Styktarþjálfun hjá Styrk, sjúkraþjálfun.

Viðtalstími við formann félagsins á þriðjudögum á milli kl. 13.30 og 15. Er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra. Panta þarf tíma á skrifstofu.

Félagsráðgjafi - viðtalstímar á föstudögum milli kl. 10 og 13. Panta þarf viðtalstíma eða símaviðtal á skrifstofu.

MS Setrið er dagvist og endurhæfingarmiðstöð í MS-húsinu að Sléttuvegi 5. Í Setrinu er ekki aðeins fólk með MS-sjúkdóminn, þó það hafi forgang, heldur er þar einnig fólk með aðra taugasjúkdóma svo sem  MND og Parkinson en einnig fólk í endurhæfingu eftir heilablóðfall eða aðra sjúkdóma og slys. Nánari upplýsingar hér og hér á vefsíðunni eða í síma 568 8630. 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 í Reykjavík stendur félagsmönnum og aðstandendum til boða. Hún er aðallega nýtt af landsbyggðafólki og MS-fólki búsettu erlendis. Íbúðin er í lyftuhúsi og er sérútbúin fyrir fatlaða. Útbúnaður miðast við fjóra. Hægt er að leigja sængurföt og handklæði. Nánari upplýsingar og myndir er að finna hér. 

Útgáfa tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári.

Fræðsluhópur sem heldur fyrirlestra á fræðslufundum MS-hópa á landsbyggðinni eða þar sem óskað er eftir fræðsluerindum, fylgist með því sem helst er að gerast í lyfjamálum í MS-heiminum og er í forsvari gagnvart heilbigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

Fræðslu- og kynningafundir - Hljóðupptökur af fræðslufundum eru settar á heimasíðuna, að gefnu leyfi fyrirlesara, sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðafólk.

Landsbyggðafundir með fjölbreyttum fræðsluerindum til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu.

Spjallhópar - Á heimasíðu félagsins er að finna upplýsingar um spjallhópa og tengiliði félagsins víðsvegar um landið. Hægt er að sækja um styrk til félagsins til að koma á fót og/eða efla spjallhópa utan höfuðborgarsvæðisins. 

Minningarkort, jóla- og tækifæriskort og önnur söluvara. Til sölu á skrifstofu en einnig er hægt að hringja í síma 568 8620 eða panta með tölvupósti á msfelag@msfelag.is. Sjá útlit minningakorta hér og söluvöru hér. 

Gjafakort félagsins til að styrkja tækjakaupasjóð félagsins, námssjóð unga fólksins eða fræðslusjóð, sjá nánar hér.

Svæðanuddari er með viðveru á mánudögum. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma   898-2970 (Ingdís). 

Þátttaka í Alþjóðadegi MS-félaga 

Vefsíða og fésbókarsíða 

Erlent samstarf 

Nefndastarf 

Ýmislegt annað ótalið