Þjónusta í boði hjá MS-félaginu

Skrifstofa félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík er að jafnaði opin milli kl. 10 og 15 alla virka daga.

Hægt er að nálgast ýmis konar upplýsingar og aðstoð, panta tíma hjá félagsráðgjafa og hjá fulltrúa úr viðtalshópi fræðslunefndar, skrá sig á námskeið, panta íbúð sem félagið hefur til skammtímaútleigu og kaupa minningakort, gjafakort og annan varning til styrktar starfseminni. Sjá nánar hér til hliðar.

Sími skrifstofu er 568 8620 og tölvupóstfang msfelag@msfelag.is.

Skrifstofustjóri er Ingdís Líndal. 

Ritari NMSR (Nordisk MS Råd) og starfsmaður á skrifstofu er Helga Kolbeinsdóttir. 

 

Nánar um þjónustuna

 • Ýmis námskeið eru í boði, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, reiðnámskeið og jóga. Sjá nánar hér.
 • Styktarþjálfun er hjá Styrk, sjúkraþjálfun, Höfðabakka 9; hópatímar með sjúkraþjálfara eða einstaklingstímar. Nánari upplýsingar í síma 587 7750.
 • Félagsráðgjafi - viðtalstímar á föstudögum milli kl. 10 og 13. Panta þarf viðtalstíma eða símaviðtal á skrifstofu. Sjá nánar hér.
 • Viðtalshópur. Boðið er upp á viðtöl við einstaklinga sem hafa áralanga reynslu og víðtæka þekkingu á MS-sjúkdómnum eða þekkingu á að ræða viðkvæm málefni. Slík viðtöl gagnast sérstaklega vel nýgreindum einstaklingum og aðstandendum þeirra en við greiningu vakna oft margar spurningar sem gott er að fá svör við milliliðalaust. Einnig geta einstaklingar sem eru að ganga í gegnum breytingar á t.d. sjúkdómsferli sínum haft gagn af. Hægt er að velja á milli einstaklinga, sjá nánar hér.
 • Formaður félagsins er með síma 615 1721. 
 • Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 í Reykjavík stendur félagsmönnum og aðstandendum til boða. Hún er aðallega nýtt af landsbyggðafólki og MS-fólki búsettu erlendis. Íbúðin er í lyftuhúsi og er sérútbúin fyrir fatlaða. Útbúnaður miðast við fjóra. Hægt er að leigja sængurföt og handklæði. Nánari upplýsingar og myndir er að finna hér
 • Útgáfa tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári.
 • Fræðsluhópur sem heldur fyrirlestra á fræðslufundum MS-hópa á landsbyggðinni eða þar sem óskað er eftir fræðsluerindum, fylgist með því sem helst er að gerast í lyfjamálum í MS-heiminum og er í forsvari gagnvart heilbigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.
 • Jafningjastuðningur. Jafningi er sá sem ljáir eyra og veitir stuðning og ráð þeim sem eru í sömu eða svipaðri stöðu og jafningi hefur sjálfur verið í. Sjá nánar hér.
 • Fræðslu- og kynningafundir. Hljóðupptökur af fræðslufundum eru settar á heimasíðuna, að gefnu leyfi fyrirlesara, sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðafólk.
 • Landsbyggðafundir með fjölbreyttum fræðsluerindum til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu. 
 • Spjallhópar - Á heimasíðu félagsins er að finna upplýsingar um spjallhópa og tengiliði félagsins víðsvegar um landið. Hægt er að sækja um styrk til félagsins til að koma á fót og/eða efla spjallhópa utan höfuðborgarsvæðisins. Sjá nánar hér.
 • Minningarkort, jóla- og tækifæriskort og önnur söluvara. Til sölu á skrifstofu en einnig er hægt að hringja í síma 568 8620 eða panta með tölvupósti á msfelag@msfelag.is. Sjá minningakort hér og söluvöru hér
 • Gjafakort félagsins til að styrkja tækjakaupasjóð félagsins, námssjóð unga fólksins eða fræðslusjóð, sjá nánar hér.
 • Svæðanuddari er með viðveru á mánudögum. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma   898-2970 (Ingdís). 
 • Þátttaka í Alþjóðadegi MS-félaga 
 • Vefsíða og fésbókarsíða 
 • Erlent samstarf 
 • Nefndastarf 
 • Ýmislegt annað ótalið
 • MS Setrið er dagvist og endurhæfingarmiðstöð í MS-húsinu að Sléttuvegi 5. Í Setrinu er ekki aðeins fólk með MS-sjúkdóminn, þó það hafi forgang, heldur er þar einnig fólk með aðra taugasjúkdóma svo sem  MND og Parkinson en einnig fólk í endurhæfingu eftir heilablóðfall eða aðra sjúkdóma og slys. Nánari upplýsingar hér á vefsíðunni eða í síma 568 8630.