Lifað með MS

Lifað með MS

 

Herra MS – lífsförunautur ekki að eigin vali

Viðtal: Páll Kristinn Pálsson. MeginStoð 1. tbl. 2017

Inngangur: Dagbjört Anna Gunnarsdóttir er 41 árs. Hún fæddist á Akureyri og ólst upp á Dalvík. Dagbjört hefur fengist við ýmislegt um dagana, stundað nám við framhaldsskólann á Laugum, verkmenntaskólann á Akureyri og Stýrimannaskólann á Dalvík. Hún bjó og starfaði í mörg ár sem húsnæðisfulltrúi hjá Mosfellsbæ áður en hún flutti aftur til Akureyrar þaðan sem hún stundar nú fjarnám á félags- og hugvísindabraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga, Ólafsfirði. Dagbjört greindist með MS-sjúkdóminn fyrir rúmum tíu árum.

 

Segist bara hafa það mjög gott

Viðtal: Páll Kristinn Pálsson við Daníel Kjartan Ármannsson. MeginStoð 1. tbl. 2016

Daniel er 37 ára, fæddur á Egilsstöðum og ólst þar upp til 1999 er hann fluttist til Reykjavíkur. „Ég tók tvær annir í menntaskólanum á Egilsstöðum, stefndi að því að verða íþróttakennari þegar ég yrði stór en komst svo að því að námið var að miklu leyti bóklegt þannig að ég fékk mér vinnu í gamla kaupfélagsbakaríinu á Egilsstöðum og ákvað að læra til bakara. Þegar ég flutti suður byrjaði ég hjá Mosfellsbakaríinu og þá kveiknaði á metnaðinum fyrir alvöru. Þar hef ég unnið lengstaf allar götur síðan, en tekið af og til stutt tímabil annars staðar.“