Sumarhátíð MS-félagsins 29. maí

Frá sumarhátíðinni 2018
Frá sumarhátíðinni 2018

Í tilefni Alþjóðadags MS verður sumarhátíð MS-félagsins haldin að venju í sól og sumaryl á Sléttuveginum. Fjörið byrjar kl. 16 miðvikudaginn 29. maí og stendur til um kl. 18.

 

Félagar úr leikhópnum Lotta mæta á svæðið kl. 16:30 til að skemmta gestum og í kjölfarið ætlar Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Jón 500 kall úr Idolinu, að syngja og spila á gítarinn sinn.

Boðið verður upp á andlitsmálun.

Pylsubíllinn ómissandi frá Atlantsolíu verður að sjálfsögðu á staðnum og ís í boði Emmess.

 

Sjá myndir frá Sumarhátíðinni 2018 og Sumarhátíðinni 2017.

 

Yfirskrift dagsins eru hin ósýnilegu einkenni MS:

 

Skoðið endilega #MyInvisibleMS

Sjá viðburð á fésbókinni

 

Við hlökkum til að sjá ykkur og fjölskyldur ykkar :-)

 

 

BB