Leynist í þér listamaður?

Í tilefni af alþjóðadegi MS þann 30. maí næstkomandi áformar MS-félagið að setja upp netlistasýningu á facebook síðu félagsins með verkum MS-fólks. Verkin mega vera í hvaða formi sem er, einungis þarf að senda inn ljósmynd af verkinu.

Við viljum hvetja alla til að taka þátt, sýna okkur hvað þið eruð að fást við og gleðja með litríkum listaverkum.

Þeir sem vilja taka þátt mega senda inn ljósmynd í góðri upplausn af því verki eða verkum sem þeir vilja sýna, á netfangið msfelag@msfelag.is Skilafrestur er til 26. maí n.k.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja, eins og við á:

Höfundur verks

Nafn verks

Hvenær unnið

Tegund verks

Stærð í cm

Einnig má koma fram hvort verkið sé til sölu.