Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
29.03.2021
Vert er að vekja athygli á að með nýjum lyfjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2021 þá féll niður S-merking lyfja. Lyf sem merkt voru S-lyf eru nú ýmist almenn lyf eða leyfisskyld lyf.
26.03.2021
Margrét Ólafsdóttir lést þriðjudaginn 23. mars sl. MS-félagið og Setrið votta aðstandendum hennar dýpstu samúð og þakka hjartanlega áratuga samvinnu, samveru og vináttu.
22.03.2021
MS blaðið er komið út og er aðgengilegt hér á rafrænu formi. Það hefur einnig verið sent út til félagsmanna og styrktaraðila og ætti að berast í vikunni.
18.03.2021
Í vikunni kom út ný skýrsla samtaka evrópskra MS félaga (EMSP) MS Barometer 2020. MS Barometerinn, sem kom fyrst út árið 2008, tekur púlsinn á stöðu fólks með MS í Evrópu með það að leiðarljósi að setja alþjóðleg viðmið fyrir þjónustu og meðferð fólks með MS.
08.03.2021
Alþjóðasamtök MS-félaga (MSIF) hafa nú uppfært leiðbeiningar sínar um COVID-19 og MS. Þessi útgáfa inniheldur ráðleggingar um 5 tegundir af COVID-19 bóluefni og tímasetningu bólusetningar.
03.03.2021
Embætti landlæknis hefur staðfest að einstaklingar með MS tilheyri hópi 7 m.t.t. COVID-19 bólusetningar, ef þeir tilheyra ekki þegar hópum 1-6 vegna aldurs, dvalarstaðs eða starfs.