Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
30.05.2019
Sumarhátíð MS-félagsins var að venju haldin í sól og sumaryl á Sléttuveginum í tilefni Alþjóðadags MS. Virkilega skemmtilegur eftirmiðdagur með góðu fólki, góðum skemmtiatriðum og góðum veitingum. Kærar þakkir fyrir komuna góðu gestir og bestu þakkir til allra þeirra er lögðu hönd á plóg.
27.05.2019
Alþjóðadagur MS er 30. maí og er honum fagnað með sumarhátíð MS-félagsins 29. maí. Yfirskrift dagsins er Hin ósýnilegu einkenni MS.
23.05.2019
MS-lyfið Mavenclad hefur nú bæst í flóru MS-lyfja á Íslandi eftir jávæða umsögn Lyfjagreiðslunefndar. Mavenclad hefur mikla langtímaverkun.
16.05.2019
Í tilefni Alþjóðadags MS verður sumarhátíð MS-félagsins haldin að venju í sól og sumaryl á Sléttuveginum. Fjörið byrjar kl. 16 miðvikudaginn 29. maí og stendur til um kl. 18.
15.05.2019
Íris Eik Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin til starfa fyrir félagið. Hún mun sinna félagsráðgjöf, fjölskyldu- og parameðferð fyrir félagsmenn MS-félagsins.
11.05.2019
Dregið hefur verið úr innsendum réttum lausnum krossgátu í 1. tbl. MS-blaðsins 2019. Hér má nálgast lausn krossgátunnar.
11.05.2019
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og ÖBÍ auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
07.05.2019
Námskeið fyrir maka fólks með MS byggist á fræðslu og umræðum. Námskeið byrjar mánudaginn 13. maí, ef næg þátttaka næst.
02.05.2019
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.   Hér getur þú nálgast æfingaplanið fyrir maí Blöðin eru tvö - annað er með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á hitt getu...