Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
20.12.2019
MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða. Skrifstofa MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá og með 23. desember til 3. janúar (báðir dagar meðtaldir).
20.12.2019
Jólastyrkveiting Góða hirðisins fór fram þann 19. desember í versluninni, Fellsmúla 28 og hlaut MS-félag Íslands styrk að fjárhæð kr. 750.000, en samtals var 18,5 milljónum úthlutað til 22 verkefna.
18.12.2019
ELKO styrkir góðgerðarsamtök í aðdraganda jólanna. MS-félagið fékk afhenta afar rausnarlega tækjagjöf í morgun frá fyrirtækinu.
17.12.2019
Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður og heiðursfélagi MS-félagsins, er látinn, 85 ára að aldri.
09.12.2019
Kvenfélag Garðabæjar veitti MS-félaginu rausnarlegan styrk á árlegum jólafundi sínum þann 3. desember s.l.
06.12.2019
Dregið hefur verið úr innsendum réttum lausnum krossgátu í 2. tbl. MS-blaðsins 2019. Lausnarorðið er "JAFNVÆGI"
02.12.2019
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.