Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka mættu gallvösk í MS-húsið undir lok ágúst sl. til að fegra umhverfi MS-hússins með því að reyta arfa og illgresi, skera kanta og vinna aðra garðvinnu.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, er eigandi að útivistarparadísinni Krika við Elliðavatn. Þar er öll aðstaða sniðin að þörfum fatlaðra og hreyfihamlaða svo þeir fái stundað útiveru og veiði í vatninu.
Það er skemmtilegt að skipuleggja ferðalög og að mörgu að hyggja. Þegar maður fer í ferðlag er tilhlökkunin jafnan mikil og allt á að ganga snurðulaust fyrir sig. Það gerir það líka í flestum tilvikum.
Bólusetning gegn lungnabólgu (bólusetning gegn pneumókokkum) er ráðlögð fólki með m.a. ónæmisbælandi sjúkdóma, sem MS er, og þeim sem taka ónæmisbælandi lyf.
MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk og greinast flestir á aldrinum 20-40 ára, á því aldursbili þegar margir geta hugsað sér að stofna fjölskyldu.
Það er alveg eðlilegt að hjartsláttur þinn aukist og þú stressist upp þegar þú ákveður að segja aðilanum sem þú ert að hitta frá því að þú hafir MS. Verður þér hafnað og sagt upp eða skipta fréttirnar viðkomandi engu máli?
Á PEPPI MS-félagsins fyrir hlaupara sína í MS-húsinu sl. þriðjudag var meðal annars boðið upp á fyrirlestur Fríðu Rúnar Þórðardóttur, íþróttanæringarfræðings með meiru, um lokaundirbúning fyrir maraþonið.