Ýmislegt er hægt að gera til að takast á við þunglyndi. Fyrsta skrefið er að einstaklingurinn viðurkenni vandann og leiti sér aðstoðar, t.d. með því að ræða við einhvern úr fjölskyldunni eða tala við heimilislækni.
Sýnt hefur verið fram á að meira er um þunglyndi hjá fólki með MS, borið saman við heilbrigt fólk og einstaklinga með aðra alvarlega sjúkdóma, en rannsóknir benda til að MS-skemmdir á ákveðnum stöðum í heila geti valdið þunglyndi.
Við MS-greiningu fyllast margir áhyggjum og kvíða yfir framtíðinni og spyrja lækni sinn um hverjar horfurnar eru. „Mun ég lifa óbreyttu lífi eða mun ég enda í hjólastól?“
Fjölmargar rannsóknir eru nú gerðar á mögulegu orsakasamhengi á milli örveruflóru meltingavegar og einstaklinga með MS. Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að bakteríur í þörmum hafi áhrif á sjúkdómsframvindu MS-greindra.
Þreyta er algengt einkenni MS. Stundum er MS-þreytu ruglað saman við leti áður en sjúkdómurinn er greindur en sumir upplifa þreytu sem fyrsta einkenni MS.
MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk. Á hverju ári greinast að jafnaði um 25 manns með MS á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára. Áætlað er að um 600 einstaklingar séu með sjúkdóminn hér á landi, eða 1,8 af hverjum 1.000 íbúum.
Margir hafa óljósa hugmynd um að MS tengist hjólastól á einhvern hátt. Sú var kannski raunin fyrr á tímum en með lyfjum sem hefta sjúkdómsvirkni og milda einkenni lifa mun fleiri góðu lífi með sjúkdómnum.