Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
10.01.2019
Í frétt Kvennablaðsins / Sykur í gær, 9. janúar, er að finna ótrúlega villandi umfjöllun um möguleg áhrif MS-sjúkdómsins á leikkonuna Selmu Blair, sem undirstrikar mikilvægi þess, sem MS-félagið hefur haldið fram í ræðu og riti, að fólk treysti ekki öllu því sem það les á veraldarvefnum, sérstaklega þegar notuð eru stór orð.
19.07.2018
Fróðleiksmoli um MS-sjúkdóminn: Að meðaltali greinist ein manneskja á tveggja vikna fresti með MS á Íslandi.
26.06.2018
Meltingin er afar flókið ferli og felur í sér samhæfingu margra mismunandi tauga og vöðva. Það er því ekki að undra að margir eigi við ýmis hægðavandamál að stríða.
30.05.2018
Margir með MS eiga við einhvers konar gönguerfiðleika að stríða. Hjá sumum var það jafnvel einkennið sem rak þá til læknis eða í sjúkraþjálfun fyrir greiningu.
14.05.2018
Dofi er með algengustu byrjunareinkennum MS. Hann getur komið í stórum eða litlum hluta líkamans og varað í styttri eða lengri tíma.
22.04.2018
Skyntruflanir geta verið margvíslegar og geta komið fram í hvaða hluta líkamans sem er. Ýmislegt er til ráða.
16.04.2018
Mikilvægt er að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir að einkenna MS-sjúkdómsins verður vart svo koma megi í veg fyrir fötlun síðar í sjúkdómsferlinu eða í það minnsta, seinka ferlinu. Þetta sýnir ný dönsk rannsókn.
11.02.2018
Þvagfærasýking er nokkuð algeng meðal einstaklinga með MS. Mikilvægt er að vera á verði gagnvart einkennum þvagfærasýkingar því hún getur aukið á MS-einkenni og líkst MS-kasti.
05.02.2018
Allt að 75% einstaklinga með MS, bæði konur og karlar, eiga í einhvers konar vandræðum með tæmingu þvagblöðrunnar. Ástæðan er truflun á taugaboðum. Einkennandi fyrir MS er að fólki verður „brátt“ og á af þeim sökum á hættu að ná ekki á salerni og missa þar með þvag.
14.01.2018
„Fær barnið mitt einnig MS?“, hugsa margir foreldrar og hafa áhyggjur. Þessar áhyggjur geta þjakað hugann þegar pör íhuga barneignir, á meðan barnið er í móðurkviði eða eftir því sem barnið eldist. Líkurnar eru hins vegar það litlar að best er að ýta þessum áhyggjum til hliðar og njóta frekar samvistana við barnið.