Frá skrifstofu

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
18.08.2017
Á PEPPI MS-félagsins fyrir hlaupara sína í MS-húsinu sl. þriðjudag var meðal annars boðið upp á fyrirlestur Fríðu Rúnar Þórðardóttur, íþróttanæringarfræðings með meiru, um lokaundirbúning fyrir maraþonið.
18.08.2017
Hér má finna upplýsingar frá Viðburðardeild Höfuðborgarstofu um bílastæði fyrir hreyfihamlaða, aðgengi inn á hátíðarsvæði, ferðaþjónusta fatlaðra, salernisaðstöðu og dagskrá Menningarnætur ásamt Hátíðarkorti sem sýnir staðsetningu þjónustu.
02.08.2017
Þriðjudaginn 15. ágúst kl 18:30 bjóðum við hlaupurum til okkar í MS-húsið. Fríða Rún, næringarráðgjafi, kemur og ræðir um gott mataræði og undirbúning fyrir hlaupið.
14.07.2017
Skrifstofa MS-félagsins er lokuð frá og með mánudeginum 10. júlí til og með mánudags 7. ágúst. Sumarlokun MS Setursins er frá og með mánudeginum 17. júlí til og með föstudags 28. júlí.
29.06.2017
Stuðningur hlaupara og stuðningsmanna þeirra er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn.
08.06.2017
MS-félag Íslands er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Hámarksstyrkur er 50.000 kr. á ári.
06.06.2017
Fjölmenni var á sumarhátíð félagsins á alþjóðadegi MS 31. maí sl. undir yfirskriftinni Lifað með MS enda margt í boði.
30.05.2017
Í dag rann upp langþráð stund þegar 6 nýir fræðslubæklingar MS-félagsins komu í hús frá prentsmiðju. Bæklingarnir eru í fallegri öskju ásamt bókamerki og skemmtilegu kynningarkorti.
29.05.2017
MS-félagið hefur ákveðið að fara af stað með Snapchat-aðganginn, #lifadmedms, sem gefur fólki tækifæri á að skyggnast inn í líf fólks sem lifir með MS, spyrja spurninga og opna umræðuna um sjúkdóminn.
26.05.2017
Vorfundur Norræns ráðs MS félaga (NMSR) var haldinn í tengslum við ráðstefnu EMSP (European MS Platform) á Hilton hótelinu í Aþenu. Norræni fundurinn var haldinn degi áður en EMSP ráðstefnan hófst, eða miðvikudaginn 17. maí.