Frá skrifstofu

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
27.11.2017
Hó-hó-hó – það eru að koma jól.... Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 9. desember n.k. kl. 13 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 12:30.
13.11.2017
Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Í ár er á kortunum einstaklega falleg mynd, "Tveir þrestir", sem listakonan Edda Heiðrún Backman gaf félaginu fyrir andlát sitt. Sex kort eru saman í fallegri pakkningu á 1.000 kr.
07.11.2017
Stefnumótunarfundur MS-félagsins sem haldinn var þann 25. október síðastliðinn. Fjörugar umræður og mikill metnaður einkenndi fundinn þar sem góður hópur félagsmanna ræddi og mótaði sér skoðun á starfsemi félagsins í nútíð og framtíð.
20.10.2017
Miðvikudaginn 25. október næstkomandi verður haldinn stefnumótunarfundur MS-félagsins. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og verður haldinn í félagsheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12, frá kl. 9:00-13:00.
12.10.2017
Hefur þú áhuga á að starfa í málefnahóp Öryrkjabandalagsins?
09.10.2017
Seinna tölublað MeginStoðar 2017 er komið út og er á leið til félagsmanna. Þema blaðsins er heilsa.
18.09.2017
Vikuna 4.-11. september fór fram vefkönnun fræðslunefndar MS-félagsins um vegferð MS-greindra um heilbrigðiskerfið fyrir greiningu.
14.09.2017
Fimmtudaginn 5. október byrjar nýtt 10 vikna reiðnámskeið. Þátttakendur sem verið hafa á námskeiðunum hafa verið mjög ánægðir og finnst sem þeir hafi styrkst á líkama og sál.
04.09.2017
MS-félagið biður MS-greinda um að fylla út örstutta könnun um vegferð þeirra um heilbrigðiskerfið fyrir greiningu.
28.08.2017
Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst miðvikudaginn 6. september næstkomandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu.