Frá skrifstofu

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
23.02.2018
MS-félag Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að hafna þeirri fyrirætlan Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að segja upp núgildandi rammasamningi við sjúkraþjálfara fyrir lok mánaðarins, með sex mánaða fyrirvara, geri ráðherra ekki athugasemdir
06.02.2018
Mánudaginn 12. febrúar hefst námskeið fyrir MS-fólk með tiltölulega nýja greiningu (6 mán. til 3 ár) og byggist á fræðslu og umræðum. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning.
25.01.2018
Þann 18. janúar sl. var haldinn stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna. Stuðningsnetið er samvinnuverkefni 14 félaga, má þar auk MS-félagsins nefna Alzheimer samtökin, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Parkinsonsamtökin ásamt fleirum.
18.01.2018
Helgina 9-11 febrúar nk. verður haldið fræðandi og skemmtilegt námskeið fyrir börn MS-greindra. Námskeiðið fer fram í húsnæði MS-félagsins, Sléttuvegi 5, námskeiðsgjaldið er 2.500 en veittur er systkinaafsláttur auk þess sem þeir sem eru búsettir utan höfuðborgasvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Umsjón með námskeiðinu hefur Systkinasmiðjan: Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og Hanna Björnsdóttir, félagsráðgjafi og MA í fötlunarfræðum. Skráning hér á síðunni eða í síma 568 8620 eða á msfelag@msfelag.is, hámarksfjöldi þátttakenda eru 14 börn.
16.01.2018
Vilt þú fá leiðsögn í að tileinka þér hugsun og hegðun sem bætir aðstæður og líðan? Miðvikudaginn 31. janúar næstkomandi hefst 12 vikna HAM námskeið fyrir fólk með MS-sjúkdóminn.
02.01.2018
Það má segja að nýja árið hafi byrjað einstaklega vel hjá MS-félaginu en hún Svanhildur Karlsdóttir kom til okkar í dag að afhenda félaginu 70.000 krónur að gjöf.
22.12.2017
MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða. Skrifstofa MS-félags Íslands að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá 23. desember til 1. janúar (báðir dagar meðtaldir).
04.12.2017
Föstudaginn 10. nóvember var frumsýnd stuttmyndin ,,My dream is alive" sem er samstarfsverkefni ungra fulltrúa í Norræna MS ráðinu, NMSR.
27.11.2017
Hó-hó-hó – það eru að koma jól.... Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 9. desember n.k. kl. 13 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 12:30.
13.11.2017
Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Í ár er á kortunum einstaklega falleg mynd, "Tveir þrestir", sem listakonan Edda Heiðrún Backman gaf félaginu fyrir andlát sitt. Sex kort eru saman í fallegri pakkningu á 1.000 kr.