Frá skrifstofu

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
27.06.2022
Alþjóðadagur MS fór vel fram í fögru umhverfi Bakkakotsvallar í Mosfellsdal í sól og smá vindi en haldið var upp á daginn með golfmóti og glæsilegri fjölskylduhátíð.
03.06.2022
Aðalfundur félagsins var haldinn þann 10. maí síðastliðinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5.
10.05.2022
Benedikt Hjartarson, sjósundskappi og Ermarsundsfari ætlar að endurtaka leikinn frá í fyrra og býður MS-fólki og aðstandendum upp á leiðsögn í sjósundi.
26.04.2022
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 10. maí kl. 17:00 að Sléttuvegi 5, Reykjavík. Húsið opnar kl. 16:30.
05.04.2022
MS blaðið er komið út og er aðgengilegt hér á rafrænu formi. Það hefur einnig verið sent út til félagsmanna og styrktaraðila og ætti að berast á næstu dögum.
05.04.2022
Hið sívinsæla páskabingó fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, laugardaginn 9. apríl klukkan 13-15. Fullbókað er í salinn.
25.02.2022
MS-félagið býður félagsmönnum að sækja nýtt námskeið með fræðslu um kynlíf, líkamsímynd og sjálfsmyndina þann 29. mars. Opið er fyrir skráningu á námskeiðið.
10.01.2022
MS-félagið býður stuðningsviðtöl hjá Berglindi Jónu Jensdóttur sálfræðingi á föstudögum frá 14. janúar. Opið er fyrir tímabókanir.
06.01.2022
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir haustönn skulu berast fyrir lok janúar.
21.12.2021
Starfsfólk og stjórn MS-félags Íslands sendir félagsmönnum, vinum og velunnurum hugheilar jólakveðjur. Skrifstofa félagsins verður lokuð yfir hátíðarnar.