Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl ágú Sep Okt Nóv Des
20.06.2017
Við hvetjum alla til að deila þessari mynd og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Fræðsla eykur skilning!
12.06.2017
Er hægt að lækna MS-sjúkdóminn? Um þetta er spurt í Panorama þætti BBC sem frumsýndur var á BBC 18. janúar 2016 og sem sýndur verður í sjónvarpi RÚV þriðjudaginn 13. júní kl. 19:35.
08.06.2017
MS-félag Íslands er með styrktarsjóð sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Hámarksstyrkur er 50.000 kr. á ári.
06.06.2017
Fjölmenni var á sumarhátíð félagsins á alþjóðadegi MS 31. maí sl. undir yfirskriftinni Lifað með MS enda margt í boði.
01.06.2017
MS-félag Íslands fékk kynningarmyndband að gjöf frá Öryrkjabandalagi Íslands í tilefni af 55 ára afmæli bandalagsins.
30.05.2017
Í dag rann upp langþráð stund þegar 6 nýir fræðslubæklingar MS-félagsins komu í hús frá prentsmiðju. Bæklingarnir eru í fallegri öskju ásamt bókamerki og skemmtilegu kynningarkorti.
29.05.2017
MS-félagið hefur ákveðið að fara af stað með Snapchat-aðganginn, #lifadmedms, sem gefur fólki tækifæri á að skyggnast inn í líf fólks sem lifir með MS, spyrja spurninga og opna umræðuna um sjúkdóminn.
26.05.2017
Vorfundur Norræns ráðs MS félaga (NMSR) var haldinn í tengslum við ráðstefnu EMSP (European MS Platform) á Hilton hótelinu í Aþenu. Norræni fundurinn var haldinn degi áður en EMSP ráðstefnan hófst, eða miðvikudaginn 17. maí.
23.05.2017
Á stjórnarfundi MS Setursins 17. maí átti sér stað sá sögulegi viðburður að fjórir formenn MS-félagsins sátu fundinn. MS Setrið er dagvist og endurhæfingarmiðstöð í MS-húsinu.
22.05.2017
Samkvæmt niðurstöðum samanburðarannsóknar á MS-lyfinu Copaxone er ekkert sem bendir til þess að lyfið hafi skaðleg áhrif á fóstur.