Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl ágú Sep Okt Nóv Des
15.08.2018
Hlaupurum MS-félagsins er boðið að koma á skrifstofu MS-félagsins til að fá frá félaginu, sem takk fyrir þátttökuna, merki félagsins, sem hægt er að næla í hlaupafötin, buff og armband.
14.08.2018
Nú er hægt að kaupa fallegar húfur og hentuga fjölnota poka til styrktar MS-félaginu. Hægt er að fá vörurnar sendar með pósti eða nálgast þær á skrifstofu félagsins.
12.08.2018
Á MS-vefnum er að finna samsafn vefslóða með fjölbreyttum styrktar- og teygjuæfingum, slökunaræfingum og æfingum til að efla hugræna færni. Þær má gera hvar sem er og hvenær sem er.
06.08.2018
MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sem allra fyrst.
03.08.2018
Í dag hafa 45 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og hafa 12 einstaklingar nú þegar safnað 116.000 kr. Takk fyrir það :-)
19.07.2018
Fróðleiksmoli um MS-sjúkdóminn: Að meðaltali greinist ein manneskja á tveggja vikna fresti með MS á Íslandi.
11.07.2018
MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.
02.07.2018
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 18. ágúst n.k., er í fullum gangi.
30.06.2018
Skrifstofa MS-félagsins verður opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 15 í júlí og ágúst. Lokað verður frá og með 20. júlí til og með 8. ágúst.
28.06.2018
MS-félag Íslands leitar eftir öflugum og jákvæðum einstaklingi til að leiða fræðslu- og ráðgjafastarf félagsins.