Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl ágú Sep Okt Nóv Des
11.12.2017
Ýmislegt er hægt að gera til að takast á við þunglyndi. Fyrsta skrefið er að einstaklingurinn viðurkenni vandann og leiti sér aðstoðar, t.d. með því að ræða við einhvern úr fjölskyldunni eða tala við heimilislækni.
04.12.2017
Föstudaginn 10. nóvember var frumsýnd stuttmyndin ,,My dream is alive" sem er samstarfsverkefni ungra fulltrúa í Norræna MS ráðinu, NMSR.
03.12.2017
Sýnt hefur verið fram á að meira er um þunglyndi hjá fólki með MS, borið saman við heilbrigt fólk og einstaklinga með aðra alvarlega sjúkdóma, en rannsóknir benda til að MS-skemmdir á ákveðnum stöðum í heila geti valdið þunglyndi.
27.11.2017
Hó-hó-hó – það eru að koma jól.... Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 9. desember n.k. kl. 13 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 12:30.
26.11.2017
Vísindamenn undir stjórn Dr. Tomas Kalincik við háskólann í Melbourne í Ástralíu vinna nú að þróun reiknirits (algorithm) sem ætti að auðvelda læknum að veita sjúklingum sínum strax rétta lyfjameðferð.
20.11.2017
Vöðvaspenna, spasmar og verkir eru ekki óalgeng MS-einkenni en ýmislegt er hægt að gera til að draga úr óþægindum vegna þessara einkenna.
13.11.2017
Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Í ár er á kortunum einstaklega falleg mynd, "Tveir þrestir", sem listakonan Edda Heiðrún Backman gaf félaginu fyrir andlát sitt. Sex kort eru saman í fallegri pakkningu á 1.000 kr.
12.11.2017
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf sem ætluð eru fólki (CHMP) hefur gefið MS-lyfinu Ocrevus jákvæða umsögn um notkun lyfsins fyrir einstaklinga sem eru með virkan MS-sjúkdóm í köstum (RRMS) og fyrir einstaklinga sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).
07.11.2017
Stefnumótunarfundur MS-félagsins sem haldinn var þann 25. október síðastliðinn. Fjörugar umræður og mikill metnaður einkenndi fundinn þar sem góður hópur félagsmanna ræddi og mótaði sér skoðun á starfsemi félagsins í nútíð og framtíð.
29.10.2017
Sigurður Kristinsson, 23 ára, átti frábær lokaorð í viðtali í 2. tbl. MeginStoðar 2017 undir yfirskriftinni „Með jákvæðnina að leiðarljósi“.