Mataræði og lífstíll

 

Áhrif mataræðis á örveruflóru meltingarvegar og heilsu

Höfundur: Birna Ásbjörnsdóttir, næringarlæknir. MeginStoð 2. tbl. 2017

Inngangur: Æ fleiri rannsóknir staðfesta áhrif mataræðis á heilsu, en síðustu ár hafa augu vísindamanna þó beinst meira að örveruflóru meltingarvegar og hlutverki hennar. Samsetning örveruflórunnar veltur mikið til á fæðuvali hvers og eins. Rannsóknir á mönnum og dýrum hafa leitt í ljós víðtæk áhrif þarmaflórunnar á andlega og líkamlega heilsu. Þarmaflóran virðist spila stórt hlutverk í tengslum við meltingarveg, ónæmis-, hormóna- og taugakerfi.

 

D-vítamínið

Höfundur: Selma Margrét Reynisdóttir, nemi í sjúkraþjálfun. MeginStoð 2. tbl. 2017

Inngangur: Þjáist þú af D-vítamínskorti án þess að vita af því? Hér er fjallað um áhrif D-vítamíns á heilsufar og sjúkdóma.

 

Lífsstílsbreyting og mitt MS

Höfundur: Sólveig Sigurðardóttir. MeginStoð 2. tbl. 2017

Inngangur: Fyrir fimm árum var ég komin á mína endastöð. Var við það að gefast upp. Heilsan var orðin það slök að ég gat varla meir.