Ráð til að takast á við sértæk hugræn einkenni

Minniserfiðleikar  

 • Notaðu minnishjálpartæki til muna til dæmis stefnumót, verkefni og samtöl: 

 • Færðu inn í tölvu, síma eða minnisbók það sem þú þarft að muna og stilltu á áminningu (píp/hringingu) ef þú þarft að muna eitthvað á tilteknum tíma. 

 • Lærðu að nota almanaksbók og skrifaðu niður fyrir hvern dag það sem þarf að gera.  

 • Vendu þig á að skoða þessar færslur á ákveðnum tímum, til dæmis á matmálstímum eða á morgnana.  

 • Settu sjálflímandi merkimiða á áberandi staði til að minna þig á það sem þú þarft að muna.  

 • Notaðu hljóðupptökumöguleika í stað þess að skrá eða skrifa niður. 

 • Taktu myndir til dæmis á snjallsíma eða spjaldtölvu af því sem þú þarft að muna.  

 • Notaðu minnistækni eða orðarím til að muna hluti.  

 • Notaðu útskýringamyndir. 

 • Endurtaktu fyrir sjálfum þér upplýsingar og skráðu lykilatriði.  

 • Vertu skipulagður:  

 • Hafðu ákveðna staði fyrir lykla, skæri eða þess háttar sem auðveldlega glatast og biddu aðra fjölskyldumeðlimi um að setja hlutina á rétta staði að notkun lokinni. 

 • Reyndu að koma þér upp ákveðnum venjum við framkvæmd verkefna svo þau verði auðveldari að muna.  

 

Erfiðleikar með athygli og einbeitingu 

 

Ef þú telur þig missa þráðinn þegar þú ert truflaður á einhvern hátt: 

 • Reyndu að forðast það sem truflar þig þegar þú ert að tala við einhvern eða ert á kafi í verkefni. Slökktu til dæmis á útvarpi og sjónvarpi og einbeittu þér að því að gera aðeins eitt í einu. 

 • Reyndu að fá eigið vinnuherbergi/-horn þar sem minna er um utanaðkomandi áreiti.  

 • Lækkaðu eða slökktu á símanum á meðan þú ert að vinna að verkefni svo þú verðir ekki fyrir truflunum. 

 

Ef þú átt erfitt með að einbeita þér í lengri tíma í einu:  

 • Reyndu að taka tillit til þreytu og farðu ekki fram úr sjálfum/sjálfri þér.  

 • Skipulegðu daginn vel svo þú vinnir mikilvægustu verkefnin þegar þú ert úthvíld/-ur.  

 • Reyndu að gera ekki of miklar kröfur til þín og getu þinnar til einbeitingar þegar þú ert þreytt/-ur.  

 • Reyndu að hægja á þér – það liggur ekki alltaf svo mikið á.  

 • Skipuleggðu hvíld. 

 

Erfiðleikar með úrvinnsluhraða 

 • Gefðu þér meiri tíma til að læra og muna nýja hluti.  

 • Upplýstu aðra um að þú gerir hlutina aðeins hægar en áður en að þú vitir að þú getir lokið við verkið.  

 • Reyndu að skipuleggja eins mikið og hægt er til að forðast aðstæður þar sem þú þarft að taka snöggar ákvarðanir. 

 

Erfiðleikar með stýrifærni, eins og að skipuleggja, framkvæma og meta verkefni 

 • Vertu skipulagður/skipulögð. Skipulagning á daglegu lífi gefur þér betri yfirsýn, einbeitingu og minni. Sjá fleiri góð ráð undir öðrum köflum. 

 • Notaðu dagatal til að skipuleggja daginn og vikuna, jafnvel með maka þínum eða samstarfsfólki.  

 • Segðu fjölskyldu þinni og vinum frá því að þér þyki best ef viðburðir eru skipulagðir fyrirfram, eins og heimsóknir, bæjarferðir og þess háttar. 

 • Ekki vera hrædd(ur) við að biðja um hjálp.  

 • Gerðu áminningarlista og listaðu verkefnið upp skref fyrir skref. Það getur hjálpað þér í gegnum erfið verkefni. Ef þú átt til dæmis von á gestum, skráðu nákvæmlega hvað þú þarft að gera, hvað þarf að kaupa inn og hvenær.  

 

Erfiðleikar með orðanotkun 

 • Segðu fjölskyldu þinni og vinum frá erfiðleikum þínum við að finna (réttu) orðin þegar þú talar. Segðu þeim hvernig þú vilt að þau bregðist við, þ.e. hvort þú viljir að þau hjálpi þér við að finna orðin eða ekki.  

 • Reyndu að taka virkan þátt í umræðum.  

 • Til eru margir góðir leikir og æfingar sem er góð þjálfun fyrir minnið.