Geta hugræn einkenni versnað?

Ekki er hægt að segja fyrir um hvernig breytingar á hugrænni færni einstaklings þróast með tímanum. Yfirleitt eru einkennin ekki mikil. Rannsóknir hafa þó sýnt að einhver hætta er á því að hugrænir erfiðleikar aukist eftir því sem líður á. Versnunin er þó yfirleitt hægfara sem þýðir að hægt er að þróa aðferðir til að takast á við einkennin. 

Þar sem hugræn einkenni geta versnað getur verið gagnlegt að gangast undir taugasálfræðilega skoðun, jafnvel þó einkenni séu væg. Þegar einkennin eru væg og ekki mörg er auðveldara að finna lausnamiðaðar aðferðir og aðgerðir til að einstaklingurinn finni sem minnst fyrir einkennunum. Þar með er hann betur í stakk búinn ef hugræn einkenni hans versna síðar meir. (Sjá Hvað er augasálfræðileg skoðun? og Hvað er taugasálfræðileg endurhæfing?