Einkenni fyrir greiningu

EINKENNI FYRIR GREININGU (e. clinically isolated syndrome (CIS))

Heitið CIS er notað yfir þá sem fá eitt kast með einkennum dæmigerðum fyrir MS og vara í að minnsta kosti 24 klukkustundir. Sumir geta fengið aðeins þetta eina einangraða kast sem gengur yfir og síðan ekki söguna meir en fyrir aðra er þetta byrjun á MS-sjúkdómnum, sér í lagi hafi þeir fleiri en einn bólgublett á segulómun og bólgumerki í mænuvökva.