Framboð á aðalfundi 2021

Framboð til stjórnar og nefnda á rafrænum aðalfundi MS-félags Íslands mánudaginn 10. maí 2021 kl. 17.

Félagsmenn af landinu öllu eru hvattir til að skoða sinn hug og gefa kost á sér í stjórn og starf fyrir félagið. Félagið hefur yfir að ráða góðum fjarfundabúnaði og er búseta engin hindrun fyrir þátttöku í starfinu.

Framboð skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund með því að skrá sig hér eða senda tölvupóst á msfelag@msfelag.is

Starfsfólk á skrifstofu aðstoðar gjarnan og gefur allar nánari upplýsingar í síma 568 8620 virka daga milli kl. 10 og 15.