Að kunna á sjálfan sig á torfærum vegi

Fræðslan er fyrir karlmenn með MS greiningu.

Í fyrirlestrinum ætlar Matti að skoða spurningar eins og:

  • Hvernig höldum við í jafnvægið sem við þurfum til að virka vel sem einstaklingar?
  • Tækla karlmenn og kvenmenn áföll og erfiðleika eins?
  • Hvað er til ráða, hvernig vinnum við á móti áhrifum áfalla eða veikinda?
  • Hvað hefur gagnast karlmönnum vel í erfiðleikum eða heilsubresti að þeirra eigin sögn og ýmislegt fleira.

Matti Osvald hefur til fjölda ára starfað sem Heildrænn heilsufræðingur og atvinnumarkþjálfi fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, bæði með einstaklinga á eigin stofu og í Ljósinu stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og haldið þar m.a. utan um námskeiðið „Fræðslufundir fyrir karlmenn“. Hann hefur á undanförnum árum haldið mikið af fyrirlestrum sem fjalla um þá list að finna og halda í jafnvægið sem við þurfum öll til að virka vel sem einstaklingar.

Tími

8. desember 2022 klukkan 18-19.

Staður

MS-félagið, Sléttuvegi 5, Reykjavík og í streymi.

Skráning hér eða á skrifstofu.