Benedikt Hjartarson, sjósundskappi og Ermarsundsfari hefur boðið félaginu að fara fyrstu skrefin með MS-fólki og aðstandendum þeirra og leiðbeina í sjósundi. Benedikt hefur mikla reynslu af sjósundi, hefur stundað það í hátt í tvo áratugi og farið með yfir þúsund manns í sitt fyrsta sjósund.

Sjósund getur m.a. minnkað bólgur og þar með hugsanlega bætt lífsgæði einhverra.

Tekið skal fram að fólk er algerlega á eigin ábyrgð í sjósundinu og ef það þarfnast aðstoðar t.d. við að skipta um föt eða koma sér ofan í sjóinn þarf það að hafa með sér aðstoðarmann. Benedikt mun einungis leiðbeina fólki að taka fyrstu skrefin í sjósundi. Gott er að kynna sér áður helstu atriði sjósunds á https://nautholsvik.is/sjosund/

Um er að ræða 3 skipti. Hist er við búningsklefana í Nauthólsvík, farið yfir helstu atriðin og svo farið í sjóinn. Þetta er endurgjaldslaust sem og aðgangur að búningsklefum, sturtum, potti og eimbaði sem er frír yfir sumartímann (sjá upplýsingar um aðstöðu á ylströndinni á https://nautholsvik.is/ylstrondin/).

Hópur 2: 21., 22. og 23. júní klukkan 14