Jógatímar sem samanstanda af mjúku jóga þar sem bæði verða gerðar æfingar og teygjur sem liðka og styrkja líkamann, annaðhvort í sitjandi stöðu eða standandi þar sem stóll er til stuðnings.
 
Allir tímar byrja á öndunaræfingum þar sem unnið er með taugakerfið og ljúka með slökun í sitjandi stöðu.
Hver tími er 40-45 mínútur.
 
Athugið að tímarnir eru eingöngu fyrir félagsmenn í Facebook hópnum MS-þrek og jóga á netinu.
 
Leiðbeinandi  er Guðný Petrína Þórðardóttir jógakennari.