Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn miðvikdaginn 30. maí nk. í húsnæði MS-félagsins.

Alþjóðadeginum er ætlað að vekja athygli samfélagsins á MS-sjúkdómnum og þeim áskorunum sem fólk með MS og aðstandendur þeirra geta mætt.

"Færumst nær" er yfirskrift alþjóðadagsins í ár, en hann er tileinkaður rannsóknum á MS-sjúkdómnum. 

 

DAGSKRÁ

16:00 Hátíðarhöldin hefjast.

16:10 Formaður MS-félagsins, Björg Ásta Þórðardóttir, setur hátíðina.

16:15 Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp.

16:40 Fimm hressir krakkar frá dansskóla Brynju Péturs sýna dans.

17:00 Heimilistónar taka Kúst og fæjó og fleiri góð lög fyrir okkur.

 

* Pylsubíllinn frá Atlantsolíu verður á staðnum og bíður uppá pylsur og gos.

* Varningur merktur félaginu til sölu.

* Hoppukastali og Andlitsmálun á svæðinu.