Svimi

Svimi er algengt MS-einkenni og getur tengst kasti en einnig verið viðvarandi einkenni. Svimi stafar af taugaskaða á svæðum sem samræma skynjun og viðbrögð við upplýsingum sem einstaklingurinn fær frá augum og útlimum um líkamsstöðu sína.

Þegar svimi eða jafnvægisleysi er viðvarandi getur sjúkraþjálfari lagt hönd á plóg með styrktar- og jafnvægisæfingum auk þess að gefa ráð með líkamsstöðu. Stuðningshjálpartæki koma að gagni ef fólki hættir til að hrasa eða detta.

Rétt er að hafa í huga að svimi er algengt einkenni meðal fólks og getur því orsakast af mörgu öðru en MS.

 

Góð ráð við jafnvægisleysi og svima

  • Sjúkraþjálfun – styrktar- og jafnvægisæfingar 

  • Sjúkraþjálfarar geta gefið góð ráð um líkamsstöðu 

  • Stuðningshjálpartæki 

  • Gönguhjálpartæki 

  • Hjálpartæki á heimili og vinnustað 

 

 

ATH! Ítarefni væntanlegt.