VEFRÁÐSTEFNA EMSP 2020

Skráning á vefráðstefnu Evrópusamtaka MS-félaga (EMSP) 19. og 20. nóvember er nú opin og ókeypis fyrir alla!

 

Árleg ráðstefna EMSP verður haldin nú í nóvember á netinu og er þemað í ár 'Að skilja síversnun í MS'. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 fer ráðstefnan alfarið fram á netinu og hefur EMSP ákveðið að þátttaka í ráðstefnunni er öllum sem áhuga hafa að kostnaðarlausu.

Með því að taka þátt í starfi evrópska MS-samfélagsins dagana 19. og 20. nóvember færðu góða innsýn í þema ráðstefnunnar og færð að auki tækifæri til tengslamyndunar. Meðal umfjöllunarefna er gagnasöfnun, endurhæfing og sérstök áhersla verður lögð á framvindu  í meðferð síversnunar í MS, bestu starfsvenjur og góð ráð fyrir daglegt líf þeirra sem hafa þessa gerð MS-sjúkdómsins. 

Þetta er þitt tækifæri til að hitta aðra sérfræðinga í MS-sjúkdómnum, tengjast, læra og uppgötva með fólki víðsvegar frá Evrópu. Leggðu þitt af mörkum í verkefni evrópska MS-samfélagsins að bæta lífsgæði fólks með síversnun í MS. 

Hér getur þú skoðað dagskrá viðburðarins og fengið frekari upplýsingar um framsögumenn en þar eru m.a. þekktir sérfræðingar á sviði MS-sjúkdómsins.

Skráðu þig hér: https://www.emspconference.org/