Skrifstofa félagsins lokar til 19. október

Í ljósi þróunar COVID faraldursins teljum við öruggast að loka skrifstofu félagsins tímabundið eða til 19. október og munum við eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu.  

Hægt að hafa samband í síma 568 8620, með tölvupósti msfelag@msfelag.is og á Facebooksíðu félagsins. Öllum fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og hægt er á opnunartíma skrifstofu, kl. 10-15.00.

Viðtöl hjá Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðingi, falla niður á meðan. 

Við bendum á að hægt er að panta símatíma hjá Maríu Rúnarsdóttur, félagsráðgjafa á meðan á lokun stendur. Pantið hér á netinu, eða með því að hafa samband við skrifstofu.