MS-félagið veitir félagsmönnum í neyð styrk fyrir jólin 2020.

Í ljósi erfiðra aðstæðna í þjóðfélaginu og góðs gengis í rekstri félagsins í ár hefur stjórn félagsins ákveðið að veita félagsmönnum með MS-greiningu, sem eru í neyð, styrk fyrir jólin. 


"Staðan í íslensku þjóðfélagi hefur verið, og er enn, einstaklega erfið og eiga margir um sárt að binda. MS-félag Íslands vill leggja sitt af mörkum til að mæta þessari stöðu og hefur stjórn því ákveðið að veita sérstakan jólastyrk til félagsmanna sinna sem eru í neyð. Félagið þakkar mikla velvild í nýafstaðinni fjáröflun sem hefur gefið félaginu fjárhagslegt svigrúm til þessarra aðgerða."

Björg Ásta Þórðardóttir, formaður MS-félags Íslands

Umsóknir skulu berast eigi síðar en 10. desember 2020. Úthlutun verður 17. desember 2020.

Hér er hlekkur á umsóknareyðublað.