JÓLASKRAUT og PAKKAMERKIMIÐAR TIL SÖLU

19. nóvember 2015
Mynd með fréttinni: JÓLASKRAUT og PAKKAMERKIMIÐAR TIL SÖLU

MS-félagið hefur látið gera jólaskraut úr fílti með myndum af laufabrauði, jólaketti og jólastjörnu. Jólaskrautinu er pakkað í fallega gjafapakkningu og eru 6 í pakka, tvö af hverju, á 1.500 kr. Upplagt er að nota skrautið til að skreyta jólapakka með, hengja á greinar, nota sem servéttuhringi eða gefa í tækifærisgjöf - nú eða í jólagjöf !! Einnig hafa verið gerðir pakkamerkimiðar með sömu þremur myndum og skrautið og kosta 6 merkimiðar í pakka 500 kr.

BASAR: OPIÐ HÚS MS SETURSINS

14. nóvember 2015
Mynd með fréttinni: BASAR: OPIÐ HÚS MS SETURSINS

Laugardaginn 21. nóvember verður opið hús í MS Setrinu að Sléttuvegi 5 frá kl. 13 – 16. Til sölu verða fallegir munir sem unnir eru í dagvistinni. Einnig er hægt að kaupa súkkulaði og rjómavöfflur á vægu verði. Allur ágóði rennur til Vinnustofunnar. Hægt verður að kaupa jólakort og jólaskraut MS-félagsins. Við hvetjum alla til að mæta til að sjá alla þá ótrúlega fallega muni sem í boði eru og upplifa stemminguna.

TYSABRI VIRKAR EKKI VIÐ SÍVERSNUN MS

8. nóvember 2015
Mynd með fréttinni: TYSABRI VIRKAR EKKI VIÐ SÍVERSNUN MS

Lyfjafyrirtækið Biogen, sem er framleiðandi MS-lyfsins Tysabri, birti nýlega niðurstöður fasa-3 rannsóknar (ASCEND) á virkni Tysabri á síðkomna versnun í MS (secondary progressive MS). Því miður stóðu niðurstöður ekki undir væntingum og er Tysabri ekki talið gagnast þessum sjúklingahópi. Lyfið gagnast þó vel sjúklingum með kastaform sjúkdómsins.

HÆKKUN STYRKJA OG UPPBÓTA VEGNA KAUPA Á BIFREIÐ

4. nóvember 2015
Mynd með fréttinni: HÆKKUN STYRKJA OG UPPBÓTA VEGNA KAUPA Á BIFREIÐ

Fjárhæðir uppbóta og styrkja til hreyfihamlaðra vegna bifreiðakaupa hafa nú verið hækkaðar um 20%. Heimilt er að veita hreyfihömluðum einstaklingum styrk til kaupa á bifreið til eigin nota að uppfylltum tilteknum skilyrðum og einnig er heimilt að veita styrk þeim sem bera ábyrð á framfærslu hreyfihamlaðra barna sem njóta umönnunargreiðslna, svo sem vegna aksturs í reglubundna þjálfun, meðferð eða skóla. Þessir styrkir hækka úr 1.200.000 kr. í 1.440.000 kr.

JÓLAKORT MS-FÉLAGSINS 2015

21. október 2015
Mynd með fréttinni: JÓLAKORT MS-FÉLAGSINS 2015

Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Listamenn hafa gefið myndir sínar á kortin og nú í ár gefur Eggert Pétursson félaginu einstaklega fallega mynd sem hann nefnir Sortulyng. Auk kortanna selur félagið jólaskraut sem er tilvalið sem tækifærisgjöf um jólin eða í jólapakkann. Skrautið var sérstaklega hannað fyrir félagið og er unnið úr filti. Þessar vikurnar er unnið að því að pakka og koma jólakortum til sölumanna um allt land. Söluaðilar verða auglýstir síðar en alltaf er hægt að koma við hjá félaginu og kaupa kort.

ÆFINGAR OG TEYGJUR REYKJALUNDAR

19. október 2015
Mynd með fréttinni: ÆFINGAR OG TEYGJUR REYKJALUNDAR

Það eru gömul vísindi og ný að allir hafa gott af æfingum og vöðvateygjum. Þær er hægt að gerast nánast hvar sem er og hvenær sem er. Á Reykjalundi er mikið lagt upp úr því að fólk teygi á vöðvum í lok hvers þjálfunartíma. MS-vefurinn hefur fengið heimild til að birta æfingablöð Reykjalundar hér á vefnum.

FRÁBÆRAR FRÉTTIR: ocrelizumab

13. október 2015
Mynd með fréttinni: FRÁBÆRAR FRÉTTIR: ocrelizumab

LOKSINS sýna rannsóknir fram á virkni lyfs sem lofar góðu fyrir versnun í MS, þ.e. þá tegund MS sem ekki kemur í köstum. Engin meðferð hefur verið tiltæk hingað til fyrir fólk með frumkomna eða síðkomna versnun í MS. Í fréttatilkynningu frá Genentech, sem er aðili að Roche Group, var tilkynnt að ocrelizumab dró úr framgangi fötlunar samanborið við lyfleysu í fasa III-rannsókn á 732 manns með frumkomna versnun MS (primary progressive MS).

SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA

MEÐ MYND EGGERTS PÉTURSSONAR

"SORTULYNG":

 

Sölustaðir á landsbyggðinni

 

Benedikt Þórðarson s. 893-5187 Egilsstaðir

Dagbjört Anna s. 868-9394 Akureyri

Glerártorg  14.-15. nóvember

Guðrún Víkingsdóttir s. 477-1880 Neskaupsstaður

Guðlaug Antonsdóttir s. 894-5507 Dalvík

Heiða Jónsdóttir s. 451-3550 Hólmavík

Lyfja Austurvegi 44 Selfoss

Ólafur Rafn  s. 847-5666 Sauðárkrókur

Steinunn Guðmundsdóttir s. 863-7361 Borgarnes

Valgeir Hjartarson s. 848-4083 Höfn

Víðir Jónsson s. 862-7114 Reykjanesbær

  

 

Sölustaðir á stór Reykjavíkursvæðinu

 

Lyfja Lágmúla

Lyfja Smáratorgi

Líf og List Smáralind

Mosfellsbakarí Háaleitisbraut

Mosfellsbakarí Háholti Mosfellsbæ

Blómabúðin Upplifun Hörpu

Magnús Óskarsson  s.892-7510 Seltjarnarnes

 

 

Við verðum að selja

 

Kringlan  

fimmtudaganna 19. og 26. nóvember og 3. desember frá kl. 15-19

sunnudaginn 29. nóvember frá  kl. 13-18

 

Smáralind

föstudaginn 27. nóvember frá kl. 15-19 og sunnudaginn 29. nóvember frá kl. 13-18

 

Fjarðarkaup

föstudaginn 27. nóvember frá kl. 15-18

 

Basar MS-Setursins

laugardaginn 21. nóvember

Forsíða 2. tölublað 2015

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.