AÐALFUNDUR MS-FÉLAGS ÍSLANDS 9. MAÍ

25. apríl 2015
Mynd með fréttinni: AÐALFUNDUR MS-FÉLAGS ÍSLANDS 9. MAÍ

Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn laugardaginn 9. maí 2015 kl. 13 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 12:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Gerð er tillaga um lagabreytingu á 6. gr. laga félagsins er varðar kjör fulltrúa á aðalfund ÖBÍ. Vinsamlega athugið að framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund og jafnframt að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn. Veitingar í boði félagsins.

GLEÐILEGT SUMAR !!

23. apríl 2015
Mynd með fréttinni: GLEÐILEGT SUMAR !!

MS-félagið óskar félagsmönnum sínum og velunnurum ánægjulegs sumars og minnir á sumarhátíð félagsins 27. maí.

ALÞJÓÐADAGUR MS 27. MAÍ og SUMARHÁTÍÐ MS-FÉLAGSINS

18. apríl 2015
Mynd með fréttinni: ALÞJÓÐADAGUR MS 27. MAÍ og SUMARHÁTÍÐ MS-FÉLAGSINS

Eins og mörg undanfarin ár fagnar MS-félagið Alþjóðadegi MS með sumarhátíð. Merkið við miðvikudaginn 27. maí í dagatalinu ykkar og við lofum ykkur skemmtilegri sumarhátíð. Dagskráin verður auglýst nánar síðar en í boði verða skemmtiatriði, tónlist, veitingar og sýning á hjálpartækjum. Veðrið á sumarhátíðum félagsins hefur alltaf verið gott en samt er um að gera að senda verðurguðunum góða strauma fyrir daginn í ár líka. Alþjóðadagurinn 2015 er eins og fyrri ár tileinkaður aðgengi.

S-MERKT MS-LYF TIL AFGREIÐSLU Í APÓTEKUM FRÁ OG MEÐ 1. APRÍL 2015

9. apríl 2015
Mynd með fréttinni: S-MERKT MS-LYF TIL AFGREIÐSLU Í APÓTEKUM FRÁ OG MEÐ 1. APRÍL 2015

Frá og með 1. apríl 2015 verða S-merkt lyf afgreidd frá apóteki á grundvelli útgefinna lyfseðla og lyfjaskírteina sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gefið út. Lyfin, þar með talin öll MS-lyf nema Tysabri, verða afgreidd með sambærilegum hætti og öll önnur lyf. Tysabri verður áfram gefið á dagdeild LSH. Öll MS-lyf eru afgreidd án endurgjalds.

GLEÐILEGA PÁSKA !! Myndir frá páskabingói

2. apríl 2015
Mynd með fréttinni: GLEÐILEGA PÁSKA !! Myndir frá páskabingói

MS-félagið óskar öllum gleðilegrar páskahátíðar. Páskabingó félagsins fór fram sl. laugardag og var vel sótt að venju. Mörg páskaegg voru í verðlaun og vinningshafar margir eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Bingóinu stjórnuðu með glæsibrag þær Ólína Ólafsdóttir, Berglind Björgúlfsdóttir og Vigdís Ingólfsdóttir. Myndir af bingóinu eru komnar í myndasögusafn félagsins en þær tók Kristján Einar Einarsson, ljósmyndari.

NÁMSKEIÐ FYRIR NÝGREINDA: Skráning stendur yfir

28. mars 2015
Mynd með fréttinni: NÁMSKEIÐ FYRIR NÝGREINDA: Skráning stendur yfir

Námskeið MS-félagsins sem er fyrir MS-fólk með tiltölulega nýja greiningu (6 mán. til 3 ár), hefst þriðjudaginn 14. apríl n.k. Námskeiðið er í 5 skipti á þriðjudögum, 2 klst. í senn. Námskeiðið byggist á fræðslu og umræðum og er markmiðið að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning. Á dagskrá verða umræður um tilfinningaleg viðbrögð við sjúkdómsgreiningunni og áhrif MS á daglegt líf. Kynntar eru leiðir til að aðlagast betur og efla styrk þátttakenda. Umsjón með námskeiðinu og leiðsögn hafa Margrét Sigurðardóttir og Sigríður Anna Einarsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafar en fleira fagfólk kemur einnig að námskeiðinu.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 1. tölublað 2015

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.