ÞVAGPRÓF TIL GREININGAR Á MS-SJÚKDÓMNUM?

3. febrúar 2016
Mynd með fréttinni: ÞVAGPRÓF TIL GREININGAR Á MS-SJÚKDÓMNUM?

Danskir vísindamenn hafa þróað þvagpróf sem getur sagt til með um 90% nákvæmni hvort einstaklingur sé með MS eða ekki. Fyrstu einkenni MS, eins og þokusýn, náladofi eða óútskýrð þreyta, geta átt við margt annað en MS. Ef þessi aðferð fær samþykki heilbrigðisyfirvalda munu læknar geta byrjað á því að senda einstaklinga í einfalt þvagpróf til að staðfesta grun eða útiloka MS í stað þess að láta þá undirgangast dýrari og erfiðari rannsóknir eins og mænustungu og sneiðmyndatöku (MRI).

ÍBÚÐIN OKKAR Á SLÉTTUVEGI 9 TIL SKAMMTÍMALEIGU FYRIR FÉLAGSMENN

28. janúar 2016
Mynd með fréttinni: ÍBÚÐIN OKKAR Á SLÉTTUVEGI 9 TIL SKAMMTÍMALEIGU FYRIR FÉLAGSMENN

MS-félagið hefur til leigu 2ja herbergja íbúð að Sléttuvegi 9 í Reykjavík fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra. Íbúðin hefur aðallega verið nýtt af MS-fólki sem býr á landsbyggðinni eða erlendis en svefnpláss er fyrir fjóra. Hægt er að leigja íbúðina í einn sólarhring eða lengur og er leiguverði haldið í lámarki. Íbúðin er á 2. hæð í lyftuhúsi og er mjög aðgengileg fyrir fatlaða.

STOFNFRUMUMEÐFERÐ VIÐ MS ENN Á RANNSÓKNARSTIGI

19. janúar 2016
Mynd með fréttinni: STOFNFRUMUMEÐFERÐ VIÐ MS ENN Á RANNSÓKNARSTIGI

Í gær var á bresku sjónvarpsstöðinni BBC þáttur sem fjallaði um niðurstöður stofnfrumurannsóknar sem gerð var á Sheffield's Royal Hallamshire sjúkrahúsinu í Sheffield á Englandi og þótti lofa góðu sem meðferð við MS. Var meðal annars rætt við einstaklinga með MS sem höfðu undirgengist meðferðina og fengið nokkurn bata á eftir. Því miður er það svo að ekki er um „meðferð handan við hornið“ að ræða fyrir okkur MS-fólk því rannsóknin er aðeins hluti af stærra rannsóknarverkefni (MIST) þar sem niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir nokkur ár. MIST-verkefnið er unnið af læknum og vísindamönnum í Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi og Svíþjóð.

HJÁLPARTÆKI: MEIRI GETA OG AUKIÐ ÖRYGGI

16. janúar 2016
Mynd með fréttinni: HJÁLPARTÆKI: MEIRI GETA OG AUKIÐ ÖRYGGI

Einhverjum notendum hjálpartækja gæti þótt erfitt að horfast í augu við að þurfa að nota hjálpartæki en gott er að hafa í huga að hjálpartæki eru til þess að létta notendum lífið og gera þeim kleift að hafa orku eða getu til að gera meira en ella. Það er því um að gera að líta jákvæðum augum á hjálpartæki og sem þægilegan ferðafélaga.

GAGNSEMI D-VÍTAMÍNS: NÝ RANNSÓKN

9. janúar 2016
Mynd með fréttinni: GAGNSEMI D-VÍTAMÍNS: NÝ RANNSÓKN

D-vítamín virðist allra meina bót skv. röð rannsókna sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Miklar umræður hafa þó skapast um hvað er nægjanlegt magn og hvað of mikið og eru ekki allir á eitt sáttir. Eins er miklar umræður í gangi um áhrif D-vítamíns á sjúkdómsvirkni MS. D-vítamín er hormón sem myndast í húðinni og verður virkt í líffærum eins og lifur og nýrum og stjórnar meðal annars nýtingu kalks og fosfats úr fæðunni og myndun beina. Niðurstöður nýlokinnar rannsóknar benda til þess að bein tengsl séu á milli daglegrar D-vítamíninntöku, umfram núgildandi viðmið, og fækkun á skaðlegum T-frumum í MS-sjúklingum.

GJALDSKRÁ FYRIR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU FRÁ 1. JANÚAR

4. janúar 2016
Mynd með fréttinni: GJALDSKRÁ FYRIR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU FRÁ 1. JANÚAR

Nú um áramót tekur í gildi ný gjaldskrá fyrir heilbrigðisþjónustu. Komugjöld á heilsugæslu og greiðsla fyrir þjónustu heilsugæslulækna er óbreytt en önnur gjöld hækka svo sem rannsóknagjöld og komugjöld til sérfræðinga og á sjúkarhús. Þá hækkar einnig hámarksgreiðslan sem þarf að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu áður en afsláttarkort er gefið út.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 2. tölublað 2015

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.