Útivistarparadísin KRIKI VIÐ ELLIÐAVATN

18. júlí 2014
Mynd með fréttinni: Útivistarparadísin KRIKI VIÐ ELLIÐAVATN

Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu er eigandi að útivistarparadísinni Krika við Elliðavatn. Þar er öll aðstaða sniðin að þörfum fatlaðra og hreyfihamlaða svo þeir fái stundað útiveru og veiði í vatninu. Allir eru velkomnir. Opið er daglega frá kl. 13-18 í sumar, nema hvað á föstudögum er opið til kl. 19. Veitingar eru til sölu á hóflegu verði.

RÚMUR MÁNUÐUR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ. SKRÁNING HAFIN.

15. júlí 2014
Mynd með fréttinni: RÚMUR MÁNUÐUR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ. SKRÁNING HAFIN.

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 23. ágúst n.k. er í fullum gangi. Hægt er að fá lægra þátttökugjald með því að skrá sig tímanlega. Í dag hafa 37 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og eitt boðhlaupslið og hafa þau nú þegar safnað 131.000 kr. :-) Stuðningur sem þessi er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn.

ALLT GETUM VIÐ, ÞÓ VIÐ SÉUM MEÐ MS

7. júlí 2014
Mynd með fréttinni: ALLT GETUM VIÐ, ÞÓ VIÐ SÉUM MEÐ MS

Kristján Einar Einarsson, ljósmyndari, lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann hefur haft MS í mörg ár og er einn af félögunum á MS-Setrinu. Þegar fréttist að hann hefði farið í fallhlífarstökk á dögunum var hann beðinn um að deila sögu sinni með veflesurum okkar. Hann tók vel í það og sendi inn ferðasöguna. Lífsmottó hans fylgir okkur inn í sumarið þar sem hann segir "Ekki hugsa um það sem við teljum okkur trú um að við getum ekki gert, heldur gleðjast yfir því sem við höfum gert og getum gert núna með MS-ið."

SKÝRSLA UM STÖÐU MS-FÓLKS Í EVRÓPU

1. júlí 2014
Mynd með fréttinni: SKÝRSLA UM STÖÐU MS-FÓLKS Í EVRÓPU

Í lok maí sl. kynnti EMSP (European Multiple Sclerosis Platform) skýrslu um stöðu MS-fólks í Evrópu „MS Barometer 2013“. 25 Evrópulönd tóku þátt, þ. á m. Ísland. Ísland er í 9. sæti þegar horft er til allra þátta sem skýrslan tekur yfir. Við stöndum á flestum sviðum mjög framarlega en okkur skortir hins vegar alveg rannsóknir á MS-sjúkdómnum og MS-gagnabanka sem mörg lönd hafa fram yfir okkur. Eins hefur hvorki fólk með MS né MS-félagið bein áhrif á ákvarðanatökur heilbrigðisyfirvalda er varða ákvarðanir sem snerta MS-fólk. Ísland stendur sig vel þegar kemur að aðgengi að lyfjum og meðferðum, endurgreiðslu lyfjakostnaðar, menntakerfi og atvinnumöguleikum.

EVRÓPSKA SJÚKRATRYGGINGAKORTIÐ FYRIR FERÐALANGA

19. júní 2014
Mynd með fréttinni: EVRÓPSKA SJÚKRATRYGGINGAKORTIÐ FYRIR FERÐALANGA

Fyrir þá sem ætla til Evrópu í ferðalög ættu að muna eftir að taka með evrópska sjúkratryggingakortið til að hafa við hendina ef nýta þarf heilbrigðisþjónustu þar ytra. Það getur sparað töluverð útgjöld. Kortið er ókeypis og hægt að sækja um það á vef Sjúkratrygginga Íslands. Kortið hefur takmarkaðan gildistíma og því nauðsynlegt að huga að endurnýjun sé kort við það að renna út á tíma.

SUMARLOKANIR

19. júní 2014
Mynd með fréttinni: SUMARLOKANIR

Skrifstofa MS-félagsins er lokuð frá 14. júlí- 11. ágúst vegna sumarleyfa. Hægt er að senda tölvupóst á formann félagsins á netfangið berglind.gudmundsdottir@msfelag.is. MS-Setrið hefur lokað frá 21. júlí – 11. ágúst.

SKRÁNING Á REIÐNÁMSKEIÐ N.K. VETUR HAFIN

15. júní 2014
Mynd með fréttinni: SKRÁNING Á REIÐNÁMSKEIÐ N.K. VETUR HAFIN

Nú í byrjun mánaðarins lauk 6 vikna reiðnámskeiði með pompi og prakt en það námskeið fylgdi á eftir 10 vikna reiðnámskeiði sem hófst í lok janúar. Þátttakendur og leiðbeinendur eru sammála um að mjög vel hafi tekist til og verður boðið upp á nýtt námskeið í október n.k. Þó langt sé þangað til eru áhugasamir hvattir til að skrá sig fyrir 1. júlí á skrifstofu MS-félagsins eða með tölvupósti svo hægt sé að kanna áhuga og skipuleggja námskeiðstímann en takmarkaður fjöldi plássa er í boði.

Skrifstofa MS-félagsins er lokuð frá 14. júlí- 11. ágúst vegna sumarleyfa.

MS-Setrið hefur lokað frá 23. júlí – 11. ágúst.

Minningarkort fást í síma 866-7736

******************************************

 

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 1. tölublað 2014

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.