FRÁBÆR SUMARHÁTÍÐ AÐ BAKI

27. maí 2016
Mynd með fréttinni: FRÁBÆR SUMARHÁTÍÐ AÐ BAKI

MS-félagið stóð fyrir sumarhátíð á alþjóðadegi MS sem haldinn er síðasta miðvikudag maí-mánaðar ár hvert, nú 25. maí. Fjölmenni var mætt að venju og allir í sólskinsskapi þó sólina hafi vantað. Það ringdi þó ekki á mannskapinn og krakkarnir gátu því hoppað að vild í hoppukastalanum sem alltaf er jafn vinsæll. Hinn ungi og bráðefnilegi töframaður Jón Arnór framkallaði hvert töfrabragðið á fætur öðru við mikla hrifningu og lófaklapp barna sem fullorðinna og Ingó Veðurguð fékk alla til að syngja með sér enda flestir með lögin alveg á hreinu.

SUMARHÁTÍÐIN ER Á MIÐVIKUDAGINN KEMUR, 25. MAÍ

22. maí 2016
Mynd með fréttinni: SUMARHÁTÍÐIN ER Á MIÐVIKUDAGINN KEMUR, 25. MAÍ

Eins og áður hefur verið auglýst mun MS-félagið halda Alþjóðadag MS hátíðlegan með sumarhátíð í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, miðvikudaginn 25. maí á milli kl. 16 og 18. Ingó Veðurguð ætlar að taka nokkur lög, Jón Arnór töframaður ætlar að töfra alla upp úr skónum og hinn sívinsæli hoppukastali verður á sínum stað. Alvar á Atlantsolíubílnum býður upp á pylsur og drykki og ÖBÍ gefur höfuðbuff. Sjáumst hress og kát.

SÆNSK RANNSÓKN Á GILENYA OG MABTHERA

19. maí 2016
Mynd með fréttinni: SÆNSK RANNSÓKN Á GILENYA OG MABTHERA

MS-lyfið Tysabri (natalizumab) er eitt áhrifaríkasta lyfið á markaði í dag fyrir fólk sem fær MS í köstum. Lyfinu getur þó fylgt sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem er sýking í heila sem kallast „ágeng fjölhreiðra innlyksuheilabólga“, oftast nefnd PML. Hættan á að fá PML virðist aukast með lengd meðferðartíma hjá fólki sem greinist jákvætt fyrir JC-veiru (John Cunningham veiru), þ.e. hafa mótefni gegn veirunni, og hjá þeim sem hafa áður verið á annarri ofnæmisbælandi meðferð, s.s. krabbameinsmeðferð, sérstaklega þegar sjúklingur hefur notað Tysabri lengur en í 2 ár.

MS STOPPAR MIG EKKI: Sanket, 38 ára frá Indlandi

17. maí 2016
Mynd með fréttinni: MS STOPPAR MIG EKKI: Sanket, 38 ára frá Indlandi

Við hvetjum ykkur, félagsmenn okkar, til að senda okkur fáein orð eða fleiri um hvað gefur ykkur sjálfstæði undir yfirskriftinni "MS stoppar mig ekki....". Í tilefni Alþjóðadags MS 25. maí n.k. er MS-fólk um allan heim, líka á Íslandi, hvatt til að deila reynslu sinni af því hvernig það getur lifað sjálfstæðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn og hvernig það hefur fundið leiðir til að yfirvinna hindranir sem sjúkdómurinn getur skapað og komið auga á möguleikana.

ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ GLEYPA BARA PILLU OG BÍÐA ÞESS Í SÓFANUM AÐ GÖNGUGETAN BATNI!

12. maí 2016
Mynd með fréttinni: ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ GLEYPA BARA PILLU OG BÍÐA ÞESS Í SÓFANUM AÐ GÖNGUGETAN BATNI!

Göngupillan Fampyra hefur sýnt ágætisárangur í rannsóknum og bætir göngugetu um allt að 25% hjá um þriðjungi einstaklinga sem prófa. Hinsvegar fæst hámarksárangur ef stunduð er líkamsþjálfun og reglubundin hreyfing samhliða töku Fampyra. Fampyran örvar taugaboð frá heila sem eykur gönguhraða og bætir göngugetu þar sem jafnvægi og samhæfing batnar. Hins vegar kemur vöðvastyrkurinn með líkamsþjálfun. Þetta kemur fram í doktorsritgerð yfirlæknis við háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum í Danmörku.

MS STOPPAR MIG EKKI: Sonja, 29 ára frá Englandi

11. maí 2016
Mynd með fréttinni: MS STOPPAR MIG EKKI: Sonja, 29 ára frá Englandi

Í tilefni Alþjóðadags MS 25. maí n.k. er MS-fólk um allan heim, líka á Íslandi, hvatt til að deila reynslu sinni af því hvernig það getur lifað sjálfstæðu lífi þrátt fyrir sjúkdóminn og hvernig það hefur fundið leiðir til að yfirvinna hindranir sem sjúkdómurinn getur skapað og komið auga á möguleikana. Við viljum því eindregið hvetja ykkur til að senda okkur fáein orð eða fleiri um hvað gefur ykkur sjálfstæði undir yfirskriftinni "MS stoppar mig ekki....". Hér er saga Sonju, 29 ára stúlku frá Englandi.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 1. tölublað 2016

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.