MÁNUÐUR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ

25. júlí 2015
Mynd með fréttinni: MÁNUÐUR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 22. ágúst n.k., er í fullum gangi. MS-félagið mun verða með bás í Laugardalshöll fyrir hlaupið og hvetjum við hlaupara okkar og stuðningsfólk til að heimsækja okkur í básinn. Í dag hafa 76 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og hafa þau nú þegar safnað 402.500 kr. sem er glæsilegt :-)

VILTU HAFA ÁHRIF? KÖNNUN UM ATVINNU, UMÖNNUN, MEÐFERÐ, STUÐNING OG DAGLEGT LÍF. 140 þátttakendur vantar.

2. júlí 2015
Mynd með fréttinni: VILTU HAFA ÁHRIF? KÖNNUN UM ATVINNU, UMÖNNUN, MEÐFERÐ, STUÐNING OG DAGLEGT LÍF. 140 þátttakendur vantar.

Í maí sl. kynntum við könnun EMSP (samtök MS-félaga í Evrópu), sem er Á ÍSLENSKU, um atvinnuþátttöku, umönnun, meðferð, stuðning og daglegt líf. 61 Íslendingur hefur nú þegar svarað en EMSP biðlar aftur til okkar og spyr hvort mögulegt sé að 140 einstaklingar til viðbótar svari könnununni. Með þátttöku hjálpar þú til við að auka skilning ráðamanna á stöðu fólks með MS í Evrópu og finna lausnir á þeim vandamálum sem blasa við. Eigum við ekki að gera okkar besta?

RÚMUR MÁNUÐUR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ. SKRÁNING OG ÁHEITASÖFNUN Í FULLUM GANGI.

29. júní 2015
Mynd með fréttinni: RÚMUR MÁNUÐUR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ. SKRÁNING OG ÁHEITASÖFNUN Í FULLUM GANGI.

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 22. ágúst n.k., er í fullum gangi. Hægt er að fá lægra þátttökugjald með því að skrá sig tímanlega. MS-félagið mun verða með bás í Laugardalshöll fyrir hlaupið og hvetjum við hlaupara okkar og stuðningsfólk til að heimsækja okkur í básinn. Í dag hafa 38 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og hafa þau nú þegar safnað 112.000 kr. :-)

GAGNABANKI UM FERÐALÖG og FERÐARAUNIR Í BOSTON

23. júní 2015
Mynd með fréttinni: GAGNABANKI UM FERÐALÖG og FERÐARAUNIR Í BOSTON

Þegar maður fer til útlanda er tilhlökkunin jafnan mikil og allt á að ganga snurðulaust. Það gerir það líka í flestum tilvikum – en því miður þó ekki alltaf. Það væri gaman ef þið senduð inn ferðasögur eða upplýsingar um aðgengi, þjónustu, leigu á hjálpartækjum eða annað sem ykkur finnst áhugavert frá ferðum ykkar innanlands eða erlendis. Myndir eru einnig vel þegnar. Þá væri hægt að koma upp almennilegum gagnabanka hér á vefsíðunni sem hægt væri að leita í ef ferð er í vændum og auðveldaði undirbúning. Góð byrjun er ferðasaga hjónanna Jóns Hjaltalíns Stefánssonar og Birnu Kjartansdóttur sem fóru sl. vor til Boston.

SUMARLOKANIR HJÁ SETRINU OG FÉLAGINU

21. júní 2015
Mynd með fréttinni: SUMARLOKANIR HJÁ SETRINU OG FÉLAGINU

Setrið er lokað í 3 vikur frá og með mánudeginum 22. júní til og með mánudagsins 13. júlí. Setrið opnar þvi aftur þriðjudaginn 14. júlí. Skrifstofa MS-félagsins verður lokuð frá og með miðvikudeginum 1. júlí til og með mánudagsins 3. ágúst og opnar því aftur þriðjudaginn 4. ágúst. Formaður félagsins, Berglind Guðmundsdóttir, stendur þó vaktina á meðan skrifstofan er lokuð með símann 866 7736. Hægt er að kaupa minningarkort og eins er hægt að hringja ef spurningar vakna um sjúkdóminn. GLEÐILEGT SUMAR :-)

EDDA HEIÐRÚN BACKMAN HEIÐRUÐ

18. júní 2015
Mynd með fréttinni: EDDA HEIÐRÚN BACKMAN HEIÐRUÐ

Okkar ástkæra Edda Heiðrún Backman hlaut á dögunum heiðursverðlaun Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, og er það verðskuldaður heiður fyrir eina ástsælustu leikkonu þjóðarinnar í gegnum áraraðir. Forseti Íslands, sem afhenti henni verðlaunin, sagði engin orð geta tjáð þakklæti, aðdáun og virðingu þjóðarinnar, hvort sem væri fyrir verk hennar í leikhúsinu, fyrir kjark hennar sem leikstjórnanda og í lífinu og örlögunum. Það hafi enginn íslenskur listamaður getað sameinað kjarkinn í listinni og kjarkinn í lífinu eins og Edda Heiðrún.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 1. tölublað 2015

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.