ÓLÍNA KLIPPIR Á BORÐA

24. september 2016
Mynd með fréttinni: ÓLÍNA KLIPPIR Á BORÐA

Ólína Ólafsdóttir var fulltrúi MS-félagsins þegar fulltrúar frá átta sjúklingasamtökum klipptu á borða til að opna að nýju fyrir umferð að Landspítalanum frá Barónstíg en lokað hafði verið fyrir umferð þaðan síðan í lok síðasta árs þegar framkvæmdir hófust við nýtt 75 herbergja sjúkrahótel á lóð spítalans.

ÞEKKINGARMIÐSTÖÐ SJÁLFSBJARGAR MEÐ FRÁBÆRA VEFSÍÐU

21. september 2016
Mynd með fréttinni: ÞEKKINGARMIÐSTÖÐ SJÁLFSBJARGAR MEÐ FRÁBÆRA VEFSÍÐU

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar heldur úti frábærri vefsíðu með upplýsingum um réttindi fatlaðs fólks, aðgengi, atvinnu og menntun, velferð, fræðslu og tómstundir. Undir Aðgengi er meðal annars hægt að fá upplýsingar um veitingastaði og kaffihús sem bjóða upp á aðgengi fyrir alla, ......

SAMNINGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA UM RÉTTINDI FATLAÐS FÓLKS SAMÞYKKTUR Á ALÞINGI

20. september 2016
Mynd með fréttinni: SAMNINGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA UM RÉTTINDI FATLAÐS FÓLKS  SAMÞYKKTUR Á ALÞINGI

Alþingi hefur samþykkt að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en samningurinn var undirritaður af hálfu Íslands 30. mars 2007. Þá ályktaði Alþingi jafnframt að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017. Markmið samningsins er að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra.

VEFÚTGÁFA MEGINSTOÐAR ER KOMIN Á VEFINN

19. september 2016
Mynd með fréttinni: VEFÚTGÁFA MEGINSTOÐAR ER KOMIN Á VEFINN

Blaðið kemur í pósti heim til félagsmanna innan tveggja vikna. Þema blaðsins er mikilvægi líkamsræktar fyrir MS-fólk. Meðal efnis er grein sjúkraþjálfarans Belindu Chenery um nauðsyn skynsamlegrar þjálfunar og grein sjúkraþjálfarans Önnu Sólveigar Smáradóttur um árangur jafnvægisþjálfunar. Þá skrifar félagi okkar Svavar S. Guðfinnsson um reynslu sína og upplifun af áralangri jafnvægis- og styrktarþjálfun.

FRANSKIR VÍSINDAMENN HAFA ÞRÓAÐ NÝTT MÓTEFNI SEM GÆTI GAGNAST VIÐ MS

11. september 2016
Mynd með fréttinni: FRANSKIR VÍSINDAMENN HAFA ÞRÓAÐ NÝTT MÓTEFNI SEM GÆTI GAGNAST VIÐ MS

Frönskum vísindamönnum hefur tekist að þróa mótefni sem getur komið í veg fyrir að óæskilegar ónæmisfrumur komist í miðtaugakerfið og valdi þar skaða á taugakerfinu. Danskur vísindamaður segir þetta óvænta uppgötvun með mikla möguleika í meðferð MS. Enn er þó langt í land með að hægt verði að tala um nýja meðferð eða lyf við MS.

REIÐNÁMSKEIÐ OKTÓBER-DESEMBER: Skráning hafin

9. september 2016
Mynd með fréttinni: REIÐNÁMSKEIÐ OKTÓBER-DESEMBER: Skráning hafin

Fimmtudaginn 6. október kl. 10:30 byrjar nýtt 10 vikna reiðnámskeið, þ.e. þjálfun á hestbaki. Fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva sem fljótir eru að rýrna hjá okkur MS-fólki eftir því sem hægir á okkur.

ÍSLAND MEÐ FORMENNSKU Í NMSR

6. september 2016
Mynd með fréttinni: ÍSLAND MEÐ FORMENNSKU Í NMSR

MS-félag Íslands mun fara með formennsku í NMSR, Nordisk MS Råd, næstu tvö árin en NMSR er samstarfsvettvangur norrænu MS-félaganna. Við formennsku tók Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður MS-félagsins, sem verið hefur glæsilegur fulltrúi í erlendu samstarfi félagsins á undanförnum árum.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 2. tbl. MeginStoð 2016

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.