FUNDUR NORRÆNA RÁÐSINS (NMSR): UNGA FÓLKIÐ

5. desember 2016
Mynd með fréttinni: FUNDUR NORRÆNA RÁÐSINS (NMSR): UNGA FÓLKIÐ

Undir lok nóvember sl. fóru þrír fulltrúar frá Íslandi á fund Norræna MS-ráðsins (NMSR) sem haldinn var í Helsinki. Ísland fer nú með formennsku í ráðinu. Samhliða fundi NMSR funduðu ungir fulltrúar félaganna sérstaklega. Í burðarliðnum er norræn stuttmynd um ungt fólk með MS. Ástríður Anna Kristjánsdóttir var ungur fulltrúi félagsins.

SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA: Mynd Eddu Heiðrúnar. Sölustaðir næstu daga og listi yfir sölustaði.

30. nóvember 2016
Mynd með fréttinni: SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA: Mynd Eddu Heiðrúnar. Sölustaðir næstu daga og listi yfir sölustaði.

Nú í ár selur MS-félagið jólakort og tækifæriskort (án texta) með mynd Eddu Heiðrúnar Backman sem heitir Trú, von og kærleikur. Myndin er af þremur rjúpum í vetrarbúningi. Kortin hafa rokið út og því betra að tryggja sér kort í tíma. 6 kort í pakka með umslagi kosta 1.000 kr. Sjá hér lista yfir sölustaði:

JÓLABALL MS-FÉLAGSINS 10. DESEMBER

28. nóvember 2016
Mynd með fréttinni: JÓLABALL MS-FÉLAGSINS 10. DESEMBER

Hó-hó-hó – það eru að koma jól.... Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 10. desember n.k. kl. 14 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 13:30. Ingdís, skrifstofustjórinn okkar, hitti í einni fjallaferð sinni Grýlu sem lofaði að biðja einhverja jólasveina sína að koma við á jólaballinu með nammigott í poka fyrir börnin.

VILT ÞÚ AÐ ÓDÝRARA VERÐI FYRIR ALLA AÐ FARA TIL SÁLFRÆÐINGS?

21. nóvember 2016
Mynd með fréttinni: VILT ÞÚ AÐ ÓDÝRARA VERÐI FYRIR ALLA AÐ FARA TIL SÁLFRÆÐINGS?

Ef þú svarar játandi, getur þú tekið þátt í áskorun ADHD-samtakanna og sjö annarra félagasamtaka sem hrint hafa af stað undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Fólk með MS og aðstandendur þeirra ættu að láta sig málið miklu varða því mörg okkar þurfa á þjónustu sálfræðinga að halda, sérstaklega í kjölfar greiningar eða ef breytingar verða á sjúkdómsferlinum.

BASAR / OPIÐ HÚS MS SETURSINS Á MORGUN

18. nóvember 2016
Mynd með fréttinni: BASAR / OPIÐ HÚS MS SETURSINS Á MORGUN

Á morgun, laugardaginn 19. nóvember kl. 13-16, verður basar/opið hús MS Setursins í MS-húsinu að Sléttuvegi 5. Til sölu verða vörur sem unnar hafa verið á vinnustofu MS Setursins. Einnig er hægt að kaupa heitt súkkulaði og vöfflu á vægu verði. MS-félagið verður einnig með borð þar sem hægt verður að kaupa hið dásamlega fallega jólakort með mynd Eddu Heiðrúnar af þremur rjúpum, Trú, von og kærleikur. Einnig verður hægt að fá lítil tækifæriskort með myndum Eddu Heiðrúnar og Eggerts Péturssonar.

UPPSKERUHÁTÍÐ REYKJAVÍKURMARAÞONS

14. nóvember 2016
Mynd með fréttinni: UPPSKERUHÁTÍÐ REYKJAVÍKURMARAÞONS

Í síðustu viku fór fram Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons 2016. Greidd áheit til MS-félagsins námu 1.328.984 kr. Það var þó ekki allt því félagið fékk einnig útdráttarverðlaun að fjárhæð 50.000 kr., ásamt Parkinsonsamtökunum, fyrir hvatningarstöð sína á hlaupaleiðinni. Takk enn og aftur hlauparar og stuðningsmenn – þið eruð ómetanleg :-)

SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA: Mynd Eddu Heiðrúnar. Listi yfir sölustaði.

10. nóvember 2016
Mynd með fréttinni: SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA: Mynd Eddu Heiðrúnar. Listi yfir sölustaði.

Nú í ár mun MS-félagið selja jólakort og tækifæriskort (án texta) með mynd Eddu Heiðrúnar Backman sem heitir Trú, von og kærleikur. Myndin er af þremur rjúpum í vetrarbúningi. Listi yfir sölustaði hér:

GLÆRUR UM MS-LYF OG GÓÐ RÁÐ VIÐ EINKENNUM

8. nóvember 2016
Mynd með fréttinni: GLÆRUR UM MS-LYF OG GÓÐ RÁÐ VIÐ EINKENNUM

MS-félagið var með fræðslufund á Akureyri 5. nóvember sl., m.a. um MS-lyf sem nú eru aðgengileg hér á landi, hvað er væntanlegt og hvað er verið að rannsaka. Ennfremur voru gefin góð ráð við einkennum sjúkdómsins.

ÍSLENSK RANNSÓKN UM HUGARSTARF EINSTAKLINGA MEÐ MS

1. nóvember 2016
Mynd með fréttinni: ÍSLENSK RANNSÓKN UM HUGARSTARF EINSTAKLINGA MEÐ MS

Í Læknablaðinu frá 2015 má finna niðurstöður rannsóknar sem unnin var af læknum á taugalækningadeild LSH og frá læknadeild Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að meta hugarstarf og tengsl þess við líkamlega færni, þreytu og þunglyndi hjá sjúklingum með MS í köstum.

FRÆÐSLUFUNDUR Á AKUREYRI laugardaginn 5. nóvember

28. október 2016
Mynd með fréttinni: FRÆÐSLUFUNDUR Á AKUREYRI laugardaginn 5. nóvember

Fræðslufundur MS-félagsins fyrir MS-fólk og aðstandendur á Akureyri og nágrenni verður haldinn laugardaginn 5. nóvember í sal Brekkuskóla við Skólastíg. Húsið opnar kl. 12:30. Fjölbreyttir fyrirlestrar verða á dagskrá og veitingar í boði. Frá félaginu mæta þær Berglind Guðmundsdóttir, Bergþóra Bergsdóttir og Sigurbjörg Ármannsdóttir. Gestafyrirlesari verður Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk sjúkraþjálfun í Reykjavík.

SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA

með mynd

EDDU HEIÐRÚNAR BACKMAN;

TRÚ, VON OG KÆRLEIKUR

(með og án texta)

 

 

Höfuðborgarsvæðið

MS-félagið, Sléttuvegi 5, opið kl. 10-15

Lyfja, Lágmúla

Lyfja, Laugarvegi

Lyfja, Smáratorgi

Líf og List, Smáralind

Lyf og heilsa,  JL húsið

Melabúðin

Neglur og List, Grensásvegi

Mosfellsbakarí, Háaleitisbraut

Mosfellsbakarí, Mosfellsbæ

Magnús Óskarsson, Seltjarnarnes, s. 892-7510

 

Sölubásar

1. des.: Kringlan

1. des.: Fjarðarkaup

2. des.: Fjörður, Hafnarfirði, kl. 14-18

3. des.: Fjörður, Hafnarfirði, kl. 14-18

8. des.: Smáralind 8

 

Akranes: Verslun Einars Ólafssonar

Akranes: Borghildur Bjarnadóttir, s. 690-9976

Borgarnes: Steinunn  Ásta,  s. 863-7361

Stykkishólmur: Lyfja

Patreksfjörður: Lyfja

Ísafjörður: Lyfja

Hólmavík: Heiða Jónsdóttir  s. 4513550

Skagaströnd: Guðlaug Grétarsdóttir  s.893-2645

Sauðárkrókur: Ólafur Ólafsson, s. 847-5666

Sauðárkrókur: Rakel Sturludóttir, s 868-8353

Akureyri: Dagbjört Anna, s.868-9394

Akureyri: Sölubás á Glerártorgi: 12.-13. og 19.-20. nóv. kl. 13-17

Dalvík: Guðlaug Antonsdóttir, s.894-5507

Húsavík: Margrét Þórhallsdóttir, s. 860-7733

Egilsstaðir: Benedikt Þórðarson

Seyðisfjörður: Lyfja, Austurvegi 18

Neskaupstaður: Guðlaug Víkingsdóttir, s.863-1010

Höfn Hornafirði: Valgeir Hjartarson, s.848-4083

Selfoss: Lyfja, Austurvegi 44

Vestmannaeyjar: Guðrún Kristmannsdóttir, s. 896-3427

Vestmannaeyjar: Valli og Björg, s. 8624775

Reykjanesbær: Lyfja, Krossmóum 4

 

Forsíða 2. tbl. MeginStoð 2016

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.