JAFNVÆGISNÁMSKEIÐ Á VORÖNN. SKRÁNING HAFIN.

20. desember 2014
Mynd með fréttinni: JAFNVÆGISNÁMSKEIÐ Á VORÖNN. SKRÁNING HAFIN.

Skráning er hafin á jafnvægisnámskeið sem boðið er upp á í samstarfi við Reykjalund. Leiðbeinendur eru Sif Gylfadóttir MSc. og Andri Sigurgeirsson MSc, sérfræðingar í taugasjúkraþjálfun á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar. Æfingar miða við sértæka líkamlega þjálfun í hópi með áherslu á jafnvægi, færni og úthald. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 6. janúar og stendur fram á vor.

REIÐNÁMSKEIÐ Á NÝJU ÁRI. SKRÁNING HAFIN.

20. desember 2014
Mynd með fréttinni: REIÐNÁMSKEIÐ Á NÝJU ÁRI. SKRÁNING HAFIN.

Fimmtudaginn 8. janúar kl. 10:30 byrjar nýtt 10 vikna reiðnámskeið, þ.e. þjálfun á hestbaki. Reiðnámskeið hafa verið í boði á árinu sem nú er að líða og þátttakendur eru mjög ánægðir. Námskeiðið styrkir bæði líkama og sál því fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva sem fljótir eru að rýrna hjá okkur MS-fólki eftir því sem hægir á okkur.

ÞVÍLÍKT GAMAN Á JÓLABALLI

17. desember 2014
Mynd með fréttinni: ÞVÍLÍKT GAMAN Á JÓLABALLI

Fjölmenni var á jólaballi MS-félagsins og mikið gaman. Jólasveinarnir fóru á kostum enda ekki langt síðan þeir komu af fjalli eftir að hafa dvalið þar árlangt með bræðrum sínum og foreldrum, þeim Grýlu og Leppalúða. Krakkarnir voru stórhrifnir af jólasveinunum enda hoppuðu þeir kátir og hrópandi um allt, dönsuðu í kringum jólatréð og settu upp leikrit. Krakkarnir voru líka mjög hrifnir af göngustöfum karlanna enda var á öðrum þeirra stærðarinnar hrútshorn og á hinum hangikjötslæri. Þetta voru stríðnir jólasveinar því áður en þeir fundu nammipoka í poknunum sínum til að gefa góðu börnunum dróu þeir upp úr þeim eitt og annað sem þeir höfðu tekið með sér að heiman og var alveg ótrúlegt hvað rúmaðist mikið í pokunum þeirra.

JÓLABALL n.k. LAUGARDAG, 13. DESEMBER

7. desember 2014
Mynd með fréttinni: JÓLABALL n.k. LAUGARDAG, 13. DESEMBER

Jólaball MS-félagsins verður haldið laugardaginn 13. desember kl. 13-15 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Jólasveinn mun leiða söng og dans í kringum jólatréð og gefa börnunum glaðning. Veitingar við allra hæfi verða í boði félagsins. Tilkynna þarf um fjölda barna og fullorðinna sem mæta fyrir miðvikudaginn 10. desember. Bæði er það hægt með skilaboðum á Fésbókinni eða með því að hringja í síma 568 8620 frá kl. 10 til 15. Við hvetjum unga sem aldna til að mæta og eiga góða stund saman á aðventunni. Aðgangur er ókeypis og opnar húsið kl. 12:30.

MATARHEFÐIR Á AÐVENTU OG UM JÓL

6. desember 2014
Mynd með fréttinni: MATARHEFÐIR Á AÐVENTU OG UM JÓL

Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, mun halda erindi um mataræði og næringu fyrir MS-fólk í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, miðvikudaginn 14. janúar n.k. kl. 17. Það er því rúmur mánuður þar til. Í hönd fara hins vegar vikur þar sem margir gera sér dagamun í mat og drykk á aðventu, um jól og um áramót. Freistingarnar og kaloríurnar eru því að finna víða. Guðlaug hefur því sent okkur góða punkta um matarhefðir Íslendinga yfir hátíðarnar. Megininntakið er að njóta en að allt sé best í hófi :-)

HVATNINGAVERÐLAUN ÖBÍ

3. desember 2014
Mynd með fréttinni: HVATNINGAVERÐLAUN ÖBÍ

Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, voru Hvatningaverðlaun ÖBÍ, veitt í áttunda sinn. Megin tilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum: í flokki einstaklinga hlaut Ólafur Ólafsson verðlaun fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks, í flokki fyrirtækja/stofnana hlaut Háskóli Íslands verðlaun fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun og í flokki umfjöllunar/kynningar hlaut Arnar Helgi Lárusson verðlauun fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“ sem MS-félagið er aðili að.

GJAFAKORT TÆKJAKAUPASJÓÐS MS-FÉLAGSINS

1. desember 2014
Mynd með fréttinni: GJAFAKORT TÆKJAKAUPASJÓÐS MS-FÉLAGSINS

Nú er hægt að kaupa falleg gjafakort hjá MS-félaginu þar sem gjafaframlag rennur í tækjakaupasjóð félagsins. Lágmarks framlag er 2.000 kr. en annars er verð kortanna ótakmarkað. Gjafakortin eru tilvalin fyrir fólk í jólagjöf, afmælisgjöf eða aðrar tækifærisgjafir. Hægt er að fá kortin með mismunandi myndum eftir Eddu Heiðrúnu Backman og Tolla sem prýtt hafa kort félagsins undanfarin ár. Inn í kortið er áritað með fallegu letri að um gjafakort MS-félagsins sé að ræða sem með því hefur móttekið gjafaframlag í tækjakaupasjóð félagsins. Sjóðnum er ætlað að fjármagna tæki til notkunar í sjúkraþjálfunarsal MS-Setursins. Hægt er að fá kortin send heim til gefanda eða til þess sem kortið er til og þá með þeirri áritun eða kveðju sem beðið er um.

ÁSKORUN TIL STJÓRNVALDA

27. nóvember 2014
Mynd með fréttinni: ÁSKORUN TIL STJÓRNVALDA

Á vef Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) er að finna áskorun til stjórnvalda um að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem allra fyrst. Ísland undirritaði Samninginn 30. mars 2007 og Valfrjálsa bókun við samninginn án allra fyrirvara. Ísland hefur hins vegar ekki enn, tæpum 8 árum síðar, innleitt Samninginn sem lög. ÖBÍ hvetur því almenning til að skora á stjórnvöld um innleiðingu samningsins sem allra fyrst. Ef þú ert sammála er auðvelt að fara inn á vef ÖBÍ á slóðina hér og skrá nafn og kennitölu og senda inn rafrænt.

SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA, JÓLASKRAUTS OG MERKIMIÐA Á NÆSTU DÖGUM

26. nóvember 2014
Mynd með fréttinni: SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA, JÓLASKRAUTS OG MERKIMIÐA Á NÆSTU DÖGUM

MS-félagið mun vera með sölubása í Fjarðarkaupum, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 14-18 og í Kringlunni fyrir framan Body shop og í Kjarnanum í Mosfellsbæ, föstudaginn 28. nóvember kl. 14-19. Akureyrahópurinn verður með sölubás á Glerártorgi helgina 29.-30. nóvember. Að sjálfsögðu er alltaf hægt að koma við á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5 á virkum dögum á milli kl. 10 og 15. Söluaðilar eru víða um land, sjá lista á vefsíðu félagsins.

SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA 2014 - "Maður og jökull" eftir Tolla:

 

 

 

 

Söluaðilar:

 

Höfuðborgarsvæðið

MS-félagið, Sléttuvegi 5, s. 568-8620

 

Hildur Þóra, Mánatúni 4, s.863-8842

Lárus Jónsson, Mosfellsbæ, s. 848-4928

Líf og List, Smáralind, s. 544-2140

Lyfja, Lámúla 5, s. 533-2300

Lyfja, Smáratorgi, s. 564-5600

Magnús, Seltjarnarnesi, s. 892-7510

Mosfellsbakarí, Háaleitisbraut 58-60, s. 566-6145

Mosfellsbakarí, Háholti 13-15, Mosfellsbæ, s. 566-6145

Reykjalundur, Mosfellsbæ, s. 585-2000

Sóleyjarkot, Garðatorgi, s. 565-0505

Upplifun, Hörpunni, s. 561-2100

 

Akranes

Viktoría Ævarsdóttir, Garðabraut 5, s. 864-1701

 

Borgarnes

Steinunn Guðmundsdóttir, Arionbanki, s. 863-7361

 

Stykkishólmur

Birgitta Bergsdóttir, Hafnargötu 3, s. 845-1754 

 

Hólmavík

Heiða Jónsdóttir, Austurtúni 1, s. 451-3550

 

Blönduós

Kári Kárason, Hlíðarbraut 13, s. 894-5288

 

Sauðárkrókur

Ólafur Rafn Ólafsson, Víðihlíð 8, s. 847-5666

Rakel Sturludóttir, Hólmagrund 9,  s. 868-8353

 

Akureyri

Glerártorg, 15. nóvember

Glerártorg, 22. nóvember 

Glerártorg, 29.-30. nóvember

Dagbjört Anna Gunnarsdóttir, Grundargerði 7 E, s. 868-9394

 

Dalvík

Guðlaug Antonsdóttir, Smáravegi 5, s. 894-5507

 

Húsavík

Margrét Þórhallsdóttir, Heiðargerði 3, s. 860-7733

 

Mývatn

Dagbjört Bjarnadóttir, Vagnbrekku, s. 464-4358

 

Egilsstaðir

Benedikt Þórðarson, Kelduskógar 1, s. 893-5187

 

Neskaupsstaður

Guðrún Víkingsdóttir, Sæbakka 7, s. 862-9998

 

Höfn

Valgeir Hjartarson, Hlíðartúni 5, s. 848-4083

 

Kirkjubæjarklaustur

Sveitabragginn, Þuríður, s. 893-2115

 

Selfoss

Lyfja, Austurvegi 44, s. 482-3000

 

Vestmannaeyjar

Guðrún Kristmannsdóttir, Hrauntúni 16, s. 896-3427

 

Reykjanesbær

Víðir Jónsson, Norðurvöllum 58, s. 862-7114

 

 

Forsíða 2. tölublað 2014

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.