FUNDARBOÐ: AÐALFUNDUR MS-FÉLAGS ÍSLANDS

22. apríl 2016
Mynd með fréttinni: FUNDARBOÐ: AÐALFUNDUR MS-FÉLAGS ÍSLANDS

Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn laugardaginn 7. maí kl. 13. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Tillögur félagsmanns að breytingu á 5. gr. er varðar atkvæðisrétt og framboð til stjórnar og nefnda og breytingu á 9. gr. er varðar kjörtímabil formanns verða bornar upp á fundinum. Vinsamlega athugið að framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund og jafnframt að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn.

NÁMSSJÓÐUR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR: styrkumsókn 2016

22. apríl 2016
Mynd með fréttinni: NÁMSSJÓÐUR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR: styrkumsókn 2016

Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og Öryrkjabandalag Íslands auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 9. maí næstkomandi. Styrkir eru veittir til öryrkja til hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum og til einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Styrkjum verður úthlutað 10. júní 2016.

ÖBÍ VANTAR SJÁLFBOÐALIÐA TIL AÐ DREIFA BUFFUM Í 1. MAÍ-GÖNGUNNI. Sjá einnig 1. maí-myndband ÖBÍ

22. apríl 2016
Mynd með fréttinni: ÖBÍ VANTAR SJÁLFBOÐALIÐA TIL AÐ DREIFA BUFFUM Í 1. MAÍ-GÖNGUNNI. Sjá einnig 1. maí-myndband ÖBÍ

ÖBÍ vantar hresst fólk til að deila út buffum í 1. maí-göngunni niður Laugaveginn nú á sunnudaginn. Hið eitilhressa ÖBÍ-lið verður við Hlemm kl. 13 en hjá þeim er hægt að nálgast buffin til dreifingar í göngunni. Buffin eru með fallegum barnateikningum með slagorðunum: Fæði, klæði, húsnæði fyrir alla! Takið endilega þátt í göngunni þar sem krafan er að allir eigi klæði, nóg að bíta og brenna og hafi þak yfir höfuðið.

NÝR STARFSMAÐUR: HELGA KOLBEINSDÓTTIR

22. apríl 2016
Mynd með fréttinni: NÝR STARFSMAÐUR: HELGA KOLBEINSDÓTTIR

Helga Kolbeinsdóttir hefur hafið störf á skrifstofu MS-félagsins sem ritari Nordisk MS Råd (samband norrænna MS-félaga) vegna formennsku Íslands í ráðinu frá júní 2016 til júní 2018 auk þess sem hún mun vinna að öðrum verkefnum fyrir félagið. Við bjóðum Helgu velkomna til starfa og hlökkum til að njóta þekkingar hennar og reynslu til þeirra verkefna sem framundan eru.

ÖBÍ: FÆÐI, KLÆÐI OG HÚSNÆÐI FYRIR ALLA!

22. apríl 2016
Mynd með fréttinni: ÖBÍ: FÆÐI, KLÆÐI OG HÚSNÆÐI FYRIR ALLA!

ÖBÍ stendur fyrir kröfugöngu á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, sunnudaginn 1. maí, undir slagorðinu „Fæði, klæði, húsnæði fyrir alla!“ Mæting er kl. 13 við Hlemm og síðan ganga allir eða rúlla saman niður Laugaveginn. ÖBÍ mun gefa höfuðbuff sem eru með litríkum barnateikningum af fæði, klæði og húsnæði líkt og sést hér á mynd viðburðarins.

GLEÐILEGT SUMAR, GOTT FÓLK

20. apríl 2016
Mynd með fréttinni: GLEÐILEGT SUMAR, GOTT FÓLK

MS-félagið óskar félagsmönnum sínum og velunnurum gleðilegs sumars. Hafið það sem allra best í sól og sumaryl :-)

BETRA ER HEILT EN VEL GRÓIÐ: FRÆÐSLUFUNDUR UM BEINVERND. GLÆRUKYNNING OG GAGNLEGAR SLÓÐIR.

19. apríl 2016
Mynd með fréttinni: BETRA ER HEILT EN VEL GRÓIÐ: FRÆÐSLUFUNDUR UM BEINVERND. GLÆRUKYNNING OG GAGNLEGAR SLÓÐIR.

Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri BEINVERNDAR, hélt frábæran fyrirlestur um beinvernd og beinþynningu 14. apríl sl. Beinþynnig er einkennalaus þar til bein brotna. Máltækið „Betra er heilt en vel gróið“ á vel við. Beinþynning er sjúkdómur í beinum sem einkennist af rýrnun á beinmagni og uppbyggingu beinvefsins með þeim afleiðingum að styrkur beinanna minnkar, þau verða stökk og hætta á beinbrotum eykst.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 1. tölublað 2016

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.