JÓLABASAR - OPIÐ HÚS HJÁ MS SETRINU

17. nóvember 2014
Mynd með fréttinni: JÓLABASAR - OPIÐ HÚS HJÁ MS SETRINU

MS Setrið heldur opið hús í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 n.k. laugardag, 22. nóvember, kl. 13-16. Til sölu verða fallegir munir sem unnir hafa verið á vinnustofu Setursins. Einnig verður hægt að kaupa súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu gjaldi. Allur ágóði rennur til félagsstarfsins. MS-félagið verður með jólakortin sín, jólamerkimiða og jólaskraut til sölu.

JÓLASKRAUT TIL SÖLU

10. nóvember 2014
Mynd með fréttinni: JÓLASKRAUT TIL SÖLU

MS-félagið hefur látið gera jólaskraut úr fílti með myndum af laufabrauði, jólaketti og jólastjörnu í stíl við jólapakkamerki sem félagið lét hanna og er líka með til sölu. Jólaskrautinu er pakkað í fallega gjafapakkningu og eru 6 í pakka, tvö af hverju, á 1.500 kr. Upplagt er að nota skrautið til að skreyta jólapakka með, hengja á greinar eða gefa í tækifærisgjöf - nú eða í jólagjöf !! Jólaskrautið er til sölu hjá félaginu að Sléttuvegi 5 og þegar félagið er með sölubása í Kringlunni, Fjarðarkaupum og Kjarnanum í Mosfellsbæ og á jólabasar MS-Setursins. Einnig í verslunnni Líf og list í Smáralind og hjá Dagbjörtu á Akureyri, sjá lista yfir sölustaði á forsíðu, hægra megin.

JÓLAPAKKAMERKI TIL SÖLU

10. nóvember 2014
Mynd með fréttinni: JÓLAPAKKAMERKI TIL SÖLU

MS-félagið hefur látið gera jólapakkamerki með myndum af laufabrauði, jólaketti og jólastjörnu í stíl við jólaskraut sem félagið lét hanna og er líka með til sölu. Jólapakkamerkin eru 6 í pakka, tvö af hverri mynd, á 500 kr. Þau eru til sölu hjá félaginu að Sléttuvegi 5 og þegar félagið er með sölubása í Kringlunni, Fjarðarkaupum og Kjarnanum í Mosfellsbæ og á jólabasar MS-Setursins. Einnig eru merkin til sölu í versluninni Líf og list í Smáralind og hjá Dagbjörtu á Akureyri, sjá lista yfir sölustaði hægra megin á forsíðu.

JÓLAKORTIN ERU KOMIN Í SÖLU

5. nóvember 2014
Mynd með fréttinni: JÓLAKORTIN ERU KOMIN Í SÖLU

Jólakort MS-félagsins í ár skartar einstöku listaverki eftir Tolla sem ber heitið „Maður og jökull“. Kortið er 12x15 cm á stærð. Hægt er að fá kortið með textanum „Gleðileg jól og farsælt komandi ár“ eða án alls texta. Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind félagsins og kosta 7 kort saman í pakka 1.000 kr. Kortin eru einnig tilvalin sem tækifæriskort eða gjafakort. Sjá má lista yfir söluaðila og hvenær MS-félagið er með sölubása hér til hægri.

ÞVÍ MIÐUR ÞARF AÐ FRESTA FRÆÐSLUFUNDINUM

4. nóvember 2014
Mynd með fréttinni: ÞVÍ MIÐUR ÞARF AÐ FRESTA FRÆÐSLUFUNDINUM

... um mataræði og næringu sem halda átti á morgun, miðvikudag 5. nóvember vegna óviðráðanlegra orsaka. Kynning Heiðu Bjargar á bókinni Af bestu lyst 4 verður þá frestað líka. Ný dagsetning verður auglýst þegar hún liggur fyrir.

FRÆÐSLUFUNDUR UM MATARÆÐI OG NÆRINGU og BÓKARKYNNING Á MIÐVIKUDAGINN

3. nóvember 2014
Mynd með fréttinni: FRÆÐSLUFUNDUR UM MATARÆÐI OG NÆRINGU og BÓKARKYNNING Á MIÐVIKUDAGINN

N.k. miðvikudag, 5. nóvember kl. 17, mun Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, halda erindi um mataræði og næringu í MS-húsinu að Sléttuvegi 5. Reikna má með að fyrirlesturinn og umræður um hann standi yfir í um klukkutíma. Síðan mun Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður MS-félagsins, kynna bók sína Af bestu lyst 4 með uppskriftum þar sem farið er eftir nýjustu ráðleggingum um mataræði. Brauðhúsið í Grímsbæ býður upp á sannkölluð heilsubrauð og Mjólkursamsalan leggur til viðbitið.

VELHEPPNAÐIR LANDSBYGGÐAFUNDIR Á AKUREYRI

25. október 2014
Mynd með fréttinni: VELHEPPNAÐIR LANDSBYGGÐAFUNDIR Á AKUREYRI

Það er óhætt að segja að norðanmenn tóku vel við sér þegar þeir fengu fundarboð frá MS-félaginu um fræðslufundi sem halda skyldi á Akureyri 10. og 11. október sl. Fyrri fundurinn var fyrir umönnunaraðila MS-fólks, þ.e. hjúkrunarfólk, sjúkraliða, sjúkraþjálfara og ófaglærða og seinni fundurinn var fyrir MS-fólk og aðstandendur þeirra. Höfðu ýmsir á orði að stjórnmálaflokkar mættu þakka fyrir ef þeir næðu þessari mætingu á sína fundi. Hátt í 60 manns mættu á fyrri fundinn og hátt í 80 á þann seinni.

NÝ RANNSÓKN UM SVEFNTRUFLANIR Í MS

22. október 2014
Mynd með fréttinni: NÝ RANNSÓKN UM SVEFNTRUFLANIR Í MS

Ný rannsókn á yfir 2.300 MS-sjúklingum, sú fjölmennasta hingað til, gefur til kynna að svefntruflanir séu algengar og oft ógreint vandamál hjá MS-fólki. Svefntruflanirnar, þar á meðal svefnleysi, kæfisvefn og fótaóeirð, tengjast þreytu sem er algengt MS-einkenni. Þessi rannsókn sem og niðurstöður annarra svefnrannsókna benda til þess að greining og meðhöndlun svefntruflana geti bætt lífsgæði MS-fólks verulega.

FRÆÐSLUFUNDUR UM MATARÆÐI OG NÆRINGU 5. NÓVEMBER

20. október 2014
Mynd með fréttinni: FRÆÐSLUFUNDUR UM MATARÆÐI OG NÆRINGU 5. NÓVEMBER

Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, mun halda erindi um um mataræði og næringu í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 17. Reikna má með að fyrirlesturinn og umræður standi yfir í um klukkutíma. Miklar umræður hafa verið um áhrif mataræðis og þarmaflóru á MS-sjúkdóminn á undanförnum misserum. Guðlaug hefur reynslu af því að ráðleggja fólki með taugasjúkdóma um mataræði og því er ekki að efa að fyrirlesturinn verður mjög áhugaverður fyrir okkur MS-fólk.

SÖLUSTAÐIR JÓLAKORTA 2014 - "Maður og jökull" eftir Tolla:

 

 

 

Við verðum á staðnum:

 

Kringlan, 20. nóvember kl. 13-19, hjá Body shop

Fjarðarkaup, 21. nóvember kl. 13-18

Kringlan, 27. nóvember kl. 13-19, hjá Body shop

Fjarðarkaup, 28. nóvember kl.13-18

 

Basar hjá MS-Setrinu, Sléttuvegi 5, 22. nóvember kl. 13-16

 

Kjarni Mosfellsbæ, 21. og 28. nóvember kl. 14-18

 

 

Söluaðilar:

 

Höfuðborgarsvæðið

MS-félagið, Sléttuvegi 5, s. 568-8620

 

Hildur Þóra, Mánatúni 4, s.863-8842

Lárus Jónsson, Mosfellsbæ, s. 848-4928

Líf og List, Smáralind, s. 544-2140

Lyfja, Lámúla 5, s. 533-2300

Lyfja, Smáratorgi, s. 564-5600

Magnús, Seltjarnarnesi, s. 892-7510

Mosfellsbakarí, Háaleitisbraut 58-60, s. 566-6145

Mosfellsbakarí, Háholti 13-15, Mosfellsbæ, s. 566-6145

Reykjalundur, Mosfellsbæ, s. 585-2000

Sóleyjarkot, Garðatorgi, s. 565-0505

Upplifun, Hörpunni, s. 561-2100

 

Akranes

Viktoría Ævarsdóttir, Garðabraut 5, s. 864-1701

 

Borgarnes

Steinunn Guðmundsdóttir, Arionbanki, s. 863-7361

 

Stykkishólmur

Birgitta Bergsdóttir, Hafnargötu 3, s. 845-1754 

 

Hólmavík

Heiða Jónsdóttir, Austurtúni 1, s. 451-3550

 

Blönduós

Kári Kárason, Hlíðarbraut 13, s. 894-5288

 

Sauðárkrókur

Ólafur Rafn Ólafsson, Víðihlíð 8, s. 847-5666

Rakel Sturludóttir, Hólmagrund 9,  s. 868-8353

 

Akureyri

Glerártorg, 15. nóvember

Glerártorg, 22. nóvember 

Glerártorg, 29.-30. nóvember

Dagbjört Anna Gunnarsdóttir, Grundargerði 7 E, s. 868-9394

 

Dalvík

Guðlaug Antonsdóttir, Smáravegi 5, s. 894-5507

 

Húsavík

Margrét Þórhallsdóttir, Heiðargerði 3, s. 860-7733

 

Mývatn

Dagbjört Bjarnadóttir, Vagnbrekku, s. 464-4358

 

Egilsstaðir

Benedikt Þórðarson, Kelduskógar 1, s. 893-5187

 

Neskaupsstaður

Guðrún Víkingsdóttir, Sæbakka 7, s. 862-9998

 

Höfn

Valgeir Hjartarson, Hlíðartúni 5, s. 848-4083

 

Kirkjubæjarklaustur

Sveitabragginn, Þuríður, s. 893-2115

 

Selfoss

Lyfja, Austurvegi 44, s. 482-3000

 

Vestmannaeyjar

Guðrún Kristmannsdóttir, Hrauntúni 16, s. 896-3427

 

Reykjanesbær

Víðir Jónsson, Norðurvöllum 58, s. 862-7114

 

 

Forsíða 2. tölublað 2014

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.