Fræðslufundur um mataræði og næringu: HLJÓÐUPPTAKA OG GLÆRUKYNNING

19. janúar 2015
Mynd með fréttinni: Fræðslufundur um mataræði og næringu: HLJÓÐUPPTAKA OG GLÆRUKYNNING

Í síðustu viku hélt Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, fróðlegt erindi í MS-húsinu um áhrif mataræðis og þarmaflóru á MS-sjúkdóminn. Guðlaug veitti leyfi sitt fyrir því að fyrirlesturinn yrði hljóðritaður og eins sendi hún félaginu glærukynninguna sem hún notaði. Guðlaug hefur reynslu af því að ráðleggja fólki með taugasjúkdóma um mataræði og fór hún í fyrirlestri sínum m.a. í gegnum hinn íslenska fæðuhring og gaf okkur ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Fólk var mjög áhugasamt og spurði margra spurninga.

PINNIÐ Á MINNIÐ .... EÐA EKKI

18. janúar 2015
Mynd með fréttinni: PINNIÐ Á MINNIÐ .... EÐA EKKI

Frá og með mánudeginum 19. janúar þurfa handhafar greiðslukorta, bæði debet- og kreditkorta, að staðfesta úttektir með PIN-númeri. Ekki verður hægt að nota græna takkann til að staðfesta úttektir eins og verið hefur. Korthafar sem ekki geta notað PIN vegna fötlunar, af heilsufarsástæðum eða vegna sérstakra aðstæðna geta haft samband við viðskiptabanka sinn og fengið undanþágu frá notkun PIN-númers.

FRÆÐSLUFUNDUR UM MATARÆÐI OG NÆRINGU og BÓKARKYNNING 14. JANÚAR

8. janúar 2015
Mynd með fréttinni: FRÆÐSLUFUNDUR UM MATARÆÐI OG NÆRINGU og BÓKARKYNNING 14. JANÚAR

N.k. miðvikudag, 14. janúar kl. 17, mun Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, halda erindi um mataræði og næringu í MS-húsinu að Sléttuvegi 5. Miklar umræður hafa verið um áhrif mataræðis og þarmaflóru á MS-sjúkdóminn á undanförnum misserum. Guðlaug hefur reynslu af því að ráðleggja fólki með taugasjúkdóma um mataræði og því er ekki að efa að fyrirlesturinn verði mjög áhugaverður fyrir okkur MS-fólk. Reikna má með að fyrirlestur Guðlaugar og umræður um hann standi yfir í um klukkutíma.

FYRIRLESTUR: MIKILVÆGI HREYFINGAR FYRIR HEILSUNA

7. janúar 2015
Mynd með fréttinni: FYRIRLESTUR: MIKILVÆGI HREYFINGAR FYRIR HEILSUNA

Parkinsonsamtökin á Íslandi verða með fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna í Gullteigi á Grand Hótel, laugardaginn 17. janúar kl. 11.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis en skrá þarf þátttöku þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Fyrirlesari er Ingibjörg H. Jónsdóttir. Ingibjörg er prófessor í hreyfingu og heilsu við Gautaborgarháskóla og forstöðumaður Streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar. Að loknum fyrirlestrinum mun Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari fjalla um virkni hreyfiseðla á Íslandi.

GREIÐSLUÞREP LYFJAKAUPA LÆKKAR FYRIR ÖRYRKJA

5. janúar 2015
Mynd með fréttinni: GREIÐSLUÞREP LYFJAKAUPA LÆKKAR FYRIR ÖRYRKJA

Nú um áramótin lækkaði greiðsluþátttaka aldraðra og öryrkja í lyfjakaupum. Hámarksgreiðsla einstaklings á 12 mánaða tímabili verður 41.000 kr. en var 46.277 kr. á síðasta ári. Tólf mánaða greiðslutímabil hefst við fyrstu lyfjakaup einstaklingsins eftir að fyrra tímabili lýkur. Hafi einstaklingur t.d. keypt lyf í fyrsta sinn 15. okt. 2014 þá lýkur greiðslutímabilinu 15. okt. 2015 og miðast hámarksgreiðsla tímabilsins við 46.277 kr. Næsta 12 mánaða tímabil, sem miðar við 41.000 kr., hefst þegar viðkomandi kaupir lyf í fyrsta sinn eftir 15. okt. 2015 svo framarlega sem það verði á árinu 2015.

FYRIRKOMULAG FERÐAÞJÓNUSTU FATLAÐRA FRÁ 1. JANÚAR 2015

31. desember 2014
Mynd með fréttinni: FYRIRKOMULAG FERÐAÞJÓNUSTU FATLAÐRA FRÁ 1. JANÚAR 2015

Fyrirkomulag ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk mun breytast frá áramótum þegar Strætó bs. tekur nær alfarið við þjónustunni á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirkomulag þjónustunnar mun verða óbreytt að sinni fyrir Kópavogsbúa. Helstu breytingar eru þær að nú er hægt er að panta eða afpanta ferð með allt að tveggja klukkustunda fyrirvara án sérstaks gjalds, þjónustutími lengist og hægt er að fá tilkynningu með SMS um komu ferðaþjónustubíls með 15 mínútna fyrirvara sé um það beðið.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 2. tölublað 2014

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.