KORT OG TÖLUSETTAR EFTIRPRENTANIR MEÐ MYND EDDU HEIÐRÚNAR BACKMAN TIL SÖLU

18. október 2016
Mynd með fréttinni: KORT OG TÖLUSETTAR EFTIRPRENTANIR MEÐ MYND EDDU HEIÐRÚNAR BACKMAN TIL SÖLU

Nú í ár mun MS-félagið selja jólakort og tækifæriskort (án texta) með mynd Eddu Heiðrúnar Backman sem heitir Trú, von og kærleikur. Myndin er af þremur rjúpum í vetrarbúningi. Einnig eru til sölu eftirprentanir í stærð A3 af sömu mynd í 150 tölusettum eintökum. 6 kort í pakka með umslagi kosta 1.000 kr. og eftirprentunin kostar 5.000 kr.

UNGIR / NÝGREINDIR MEÐ MS

12. október 2016
Mynd með fréttinni: UNGIR / NÝGREINDIR MEÐ MS

Stofnaður hefur verið félagshópur fyrir unga / nýgreinda einstaklinga með MS. Hópurinn hefur MS-félagið sem bakhjarl en félagið kemur ekki að starfi hópsins. Tilgangur hópsins er að gefa fólki vettvang til að fræðast, deila reynslu, kynnast fólki og hafa gaman. Miðað er við einstaklinga undir 35 ára aldri, eða greiningu innan 5 ára. Forsprakki hópsins er Alissa „Logan“ Vilmundardóttir. Hún hefur stofnað fésbókarsíðuna „Ungir / nýgreindir með MS“ til að halda utan um hópinn og útfærði lógó félagsins til að undirstrika sjálfstæði hans.

PLEGRIDY: NÝTT MS-LYF BÆTIST VIÐ LYFJAFLÓRUNA

7. október 2016
Mynd með fréttinni: PLEGRIDY: NÝTT MS-LYF BÆTIST VIÐ LYFJAFLÓRUNA

Nýtt sprautulyf, Plegridy, hefur bæst við flóru MS-lyfja sem gefin eru á Íslandi og er ætlað þeim sem hafa MS-sjúkdóminn í köstum. Það hefur svipaða virkni og interferonlyfin sem fyrir eru og sem fækka köstum um 30%. Kosturinn umfram þau lyf er að ekki þarf að sprauta sig jafn oft. Plegridy er sprautað undir húð með lyfjapenna á 14 daga fresti. Aukaverkanir geta verið viðbrögð frá húð og flensueinkenni.

IPMSA VEITIR HIMINHÁAN STYRK TIL RANNSÓKNA Á VERSNUN Í MS

5. október 2016
Mynd með fréttinni: IPMSA VEITIR HIMINHÁAN STYRK TIL RANNSÓKNA Á VERSNUN Í MS

Alþjóðlegu samtökin Progressive MS Alliance, sem eru undir stjórn MSIF, alþjóðasamtaka MS-félaga, veittu á dögunum fjárstyrk að jafnvirði 1.638 milljóna króna (12,6 milljónum evra) til þriggja sérvalinna rannsókna sem leiða eiga til meðferðar á frumkominni og síðkominni versnun í MS. Hvert verkefni fær því yfir hálfan milljarð króna í sinn hlut.

MIKILL VELUNNARI MS-FÉLAGSINS, EDDA HEIÐRÚN BACKMAN, ER FALLIN FRÁ

3. október 2016
Mynd með fréttinni: MIKILL VELUNNARI MS-FÉLAGSINS, EDDA HEIÐRÚN BACKMAN, ER FALLIN FRÁ

MS-félagið naut velvilja og stuðnings Eddu Heiðrúnar í gegnum áraraðir og verður það seint þakkað. Það er mikill sjónarsviptir af jafn sterkum persónuleika sem Edda Heiðrún var. Hún var viljasterk baráttukona, með ríka réttlætiskennd, sem lét fátt stöðva sig og ávann sér virðingu hvar sem hún kom. Hún kom víða við á lífsleiðinni; í leiklistinni, myndlistinni og lét sig umhverfisvernd miklu varða og svo má lengi telja. Edda vann ötullega að hugðarefnum sínum til síðasta dags, hugurinn virtist óþreytandi. Alltaf hélt hún reisn sinni og virðingu, fallega klædd, hlý í viðmóti og með bros á vör. Minning hennar munu lifa áfram hjá MS-félaginu um ókomin ár. Við vottum börnum hennar, aðstandendum og vinum, okkar dýpstu samúð. MS-félag Íslands.

SÍMANÚMER HJÁ GÖNGUDEILD TAUGALÆKNINGA LSH

2. október 2016
Mynd með fréttinni: SÍMANÚMER HJÁ GÖNGUDEILD TAUGALÆKNINGA LSH

Símatími göngudeildar taugalækninga LSH er á opnunartíma deildarinnar frá kl. 8-16 alla virka daga. Á símatíma er hægt að hringja í ritara göngudeildarinnar í síma 543 4010 eða í beint númer LSH, 543 1000. Á sama tíma er hægt að hringja beint í MS-hjúkrunar-fræðinginn Jónínu Hallsdóttur í síma 825 5149. Einnig er hægt að senda Jónínu skilaboð með tölvupósti á netfangið johalls@landspitali.is.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 2. tbl. MeginStoð 2016

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.