UPPTAKA FRÁ NETÚTSENDINGU PMSA FRÁ 13. FEBRÚAR

25. febrúar 2017
Mynd með fréttinni: UPPTAKA FRÁ NETÚTSENDINGU PMSA FRÁ 13. FEBRÚAR

Fyrr í mánuðinum var bein netútsending frá fundi á vegum PMSA (Progressive MS Alliance) um stöðu á rannsóknum í meðferð við versnunarformi MS (progressive MS). Nú er hægt að hlusta á upptöku frá fundinum á ensku. Lestu um það helsta hér.

BEIN NETÚTSENDING á ensku FRÁ MÁLÞINGI mánudaginn 13. febrúar UM LYFJAMÁL

10. febrúar 2017
Mynd með fréttinni: BEIN NETÚTSENDING á ensku FRÁ MÁLÞINGI mánudaginn 13. febrúar UM LYFJAMÁL

Mánudaginn 13. febrúar kl. 16 verður bein netútsending frá málþingi í boði IPMSA (International Progressive MS Alliance). Aðal gestur málþingsins er Francisco Quintana, Ph.D. frá Harvard University/Brigham and Women’s Hospital í Bandaríkjunum sem leiðir rannsókn sem miðar að því að finna lyf sem gætu gagnast við versnun MS (progressive MS), þegar einstaklingi versnar og verður fyrir einhverri skerðingu án þess að fá MS-köst.

STUTT NÁMSKEIÐ FYRIR UNGA NÝGREINDA

1. febrúar 2017
Mynd með fréttinni: STUTT NÁMSKEIÐ FYRIR UNGA NÝGREINDA

Undir lok febrúar verður boðið upp á stutt námskeið fyrir unga nýgreinda þar sem m.a. Haukur Hjaltason taugalæknir mun halda erindi, sem og Birna Ásbjörnsdóttir næringarlæknisfræðingur, sem mun halda erindi um mikilvægi heilbrigðrar þarmaflóru og veita næringarráðgjöf. Sigríður Anna félagsráðgjafi hefur umsjón með námskeiðinu.

SEINKUN Á MARKAÐSLEYFI FYRIR MS-LYFIÐ OCREVUS (OCRELIZUMAB)

30. janúar 2017
Mynd með fréttinni: SEINKUN Á MARKAÐSLEYFI FYRIR MS-LYFIÐ OCREVUS (OCRELIZUMAB)

Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjana (FDA) hefur tilkynnt um frestun á ákvörðun stofnunarinnar um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lyfið Ocrevus (ocrelizumab) til 28. mars. Ocrevus er fyrsta lyfið sem sýnt hefur jákvæðar niðurstöður fyrir einstaklinga með stöðuga versnun MS (Primary Progressive MS).

UNGIR / NÝGREINDIR FÓRU Í KEILU

25. janúar 2017
Mynd með fréttinni: UNGIR / NÝGREINDIR FÓRU Í KEILU

Þann 22. janúar s.l. bauð Ungmennaráð MS-félagsins öllu ungu / nýgreindu fólki með MS í keilu, pizzu og shake. Segja má að ferðin hafi verið vel heppnuð í alla staði og allir skemmtu sér konunglega. Fylgjast má með væntanlegum viðburðum á fésbókarhópnum Ungir / nýgreindir með MS.

JOHN E.G. BENEDIKZ, TAUGALÆKNIR, LÁTINN

17. janúar 2017
Mynd með fréttinni: JOHN E.G. BENEDIKZ, TAUGALÆKNIR, LÁTINN

John E.G. Benedikz, mikilhæfur taugalæknir og sérfræðingur í MS-sjúkdómnum, lést 24. desember sl., 82. ára að aldri. John átti þátt í stofnun MS-heimilisins, nú MS-Setursins, árið 1985 og starfaði þar í mörg ár. Hann var gerður að heiðursfélaga MS-félagsins árið 2003. Minningarorð formanns MS-félags Íslands fara hér á eftir.

NÁMSKEIÐ OG LÍFSSTÍLSÞJÁLFUN SÍBS á vorönn 2017

10. janúar 2017
Mynd með fréttinni: NÁMSKEIÐ OG LÍFSSTÍLSÞJÁLFUN SÍBS á vorönn 2017

SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið á vorönn sem snúa að hugar- og heilsueflingu. Félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og Öryrkjabandalagsins fá 3.000 króna afslátt af námskeiðsverði.

NÝ VEFSÍÐA FYRIR FÉLAGIÐ ER Í VINNSLU.

 

****

 

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 2. tbl. MeginStoð 2016

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.