JOHN E.G. BENEDIKZ, TAUGALÆKNIR, LÁTINN

17. janúar 2017
Mynd með fréttinni: JOHN E.G. BENEDIKZ, TAUGALÆKNIR, LÁTINN

John E.G. Benedikz, mikilhæfur taugalæknir og sérfræðingur í MS-sjúkdómnum, lést 24. desember sl., 82. ára að aldri. John átti þátt í stofnun MS-heimilisins, nú MS-Setursins, árið 1985 og starfaði þar í mörg ár. Hann var gerður að heiðursfélaga MS-félagsins árið 2003. Minningarorð formanns MS-félags Íslands fara hér á eftir.

NÁMSKEIÐ OG LÍFSSTÍLSÞJÁLFUN SÍBS á vorönn 2017

10. janúar 2017
Mynd með fréttinni: NÁMSKEIÐ OG LÍFSSTÍLSÞJÁLFUN SÍBS á vorönn 2017

SÍBS býður upp á fjölbreytt námskeið á vorönn sem snúa að hugar- og heilsueflingu. Félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og Öryrkjabandalagsins fá 3.000 króna afslátt af námskeiðsverði.

UNGMENNARÁÐ BÝÐUR Í KEILU, PIZZU OG SHAKE

8. janúar 2017
Mynd með fréttinni: UNGMENNARÁÐ BÝÐUR Í KEILU, PIZZU OG SHAKE

Ungmennaráð MS-félagsins býður öllum nýgreindum einstaklingum og ungu fólki með MS í keilu, pizzu og shake, sunnudaginn 22. janúar. Hver og einn má taka með sér gest. Mæting kl. 13 í Keiluhöllinni, Egilshöll.

ÁRAMÓTAHEIT UM BETRI LÍKAMLEGA OG ANDLEGA VELLÍÐAN?

31. desember 2016
Mynd með fréttinni: ÁRAMÓTAHEIT UM BETRI LÍKAMLEGA OG ANDLEGA VELLÍÐAN?

Einstaklingum með MS bjóðast margvísleg námskeið sem miða að því að efla styrk og færni, og auka andlega vellíðan. Hægt er að fara á námskeið hjá Styrk, sjúkraþjálfun, vera með í yoga-hópi með Birgi Jónssyni, Ananda yoga, eða fá þjálfun á hestbaki hjá Hestamannafélaginu Herði.

YOGA-NÁMSKEIÐ

31. desember 2016
Mynd með fréttinni: YOGA-NÁMSKEIÐ

Fimmtudaginn 5. janúar hefst nýtt yoga-námskeið. Leiðbeinandi er Birgir Jónsson, Andanda Yoga. Um er ræða svokallað Raja Yoga (konunglegt yoga) en það samanstendur af öllu yoga; Hatha, Karma, Bhakti, Ashtanga og Pranayama yoga. Notaðar eru teygjur, styrktaræfingar, öndun, dans og hugleiðsla til að komast nær kjarnanum og fá meiri orku og þrótt. Einnig er fræðsla um yoga, heimspeki, mataræði I og II, siðfræði, trú, meðvirkni (að sleppa tökunum), orkustöðvar ofl.

STYRKTARÞJÁLFUN

31. desember 2016
Mynd með fréttinni: STYRKTARÞJÁLFUN

Skráning er hafin í hóptíma fyrir fólk með MS sem Styrkur, sjúkraþjálfun, Höfðabakka 9, sér um og miða að því að efla styrk, færni, jafnvægi og úthald. Þjálfunin er þó einstaklingsmiðuð. Mjög góð aðstaða er hjá Styrk, bæði til hópþjálfunar og æfinga í tækjasal. Fyrsti tíminn eftir áramót er mánudagurinn 9. janúar. Öllum er frjálst að koma og taka prufutíma eða fylgjast með. Æfingarnar þykja mikil áskorun, einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar. Enginn tími er eins.

ÞJÁLFUN Á HESTBAKI - REIÐNÁMSKEIÐ

31. desember 2016
Mynd með fréttinni: ÞJÁLFUN Á HESTBAKI - REIÐNÁMSKEIÐ

Fimmtudaginn 12. janúar byrjar nýtt 10 vikna reiðnámskeið, þ.e. þjálfun á hestbaki. Fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva sem fljótir eru að rýrna hjá okkur MS-fólki eftir því sem hægir á okkur. Þátttakendur sem verið hafa á námskeiðunum hafa verið mjög ánægðir og finnst sem þeir hafi styrkst á líkama og sál.

NÝ VEFSÍÐA FYRIR FÉLAGIÐ ER Í VINNSLU.

 

****

 

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 2. tbl. MeginStoð 2016

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.