ÉG ER MEÐ MS

23. júní 2016
Mynd með fréttinni: ÉG ER MEÐ MS

Margir sem greinast með MS eru í vafa um hvenær þeir eigi að skýra fjölskyldu, vinum og/eða vinnufélögum frá greiningunni. Sumum finnst léttir að gera það strax en aðrir vilja bíða með það, sérstaklega þegar einkennin eru væg eða tímabundin. Öðrum finnst rétt að segja aðeins frá ef þeir eru spurðir en sleppa því annars.

NÝTT LYF Á EVRÓPUMARKAÐ: ZINBRYTA

12. júní 2016
Mynd með fréttinni: NÝTT LYF Á EVRÓPUMARKAÐ: ZINBRYTA

Nýtt MS-lyf, Zinbryta (daclizumab) hefur hlotið náð fyrir augum evrópsku lyfjastofnunarinnar, EMA, við MS í köstum. Í nýlegri 3ja-fasa rannsókn var gerður samanburður á virkni Zinbryta og Avonex. Niðurstöður voru á þá leið að þeir sem fengu Zinbryta fengu 45% færri köst og 54% færri MS-bletti í heila en þeir sem fengu Avonex. Að auki fötluðust þeir einstaklingar sem fengu Zinbryta minna, yfir 12 vikna tímabil, en þeir sem fengu Avonex.

MYNDIR FRÁ REIÐNÁMSKEIÐI

6. júní 2016
Mynd með fréttinni: MYNDIR FRÁ REIÐNÁMSKEIÐI

Það var með söknuði að knapar á síðasta reiðnámskeiði klöppuðu hestum sínum í síðasta sinn fyrir sumarhlé og þökkuðu Berglindi reiðkennara, Fríðu og öllum hinum ómissandi og skemmtilegu sjálfboðaliðum hjá Fræðslunefnd fatlaðra hjá Hestamanna-félaginu Herði kærlega fyrir önnina.

VEFSÍÐAN SPRENGUR.IS

3. júní 2016
Mynd með fréttinni: VEFSÍÐAN SPRENGUR.IS

Allt að 75% einstaklinga með MS, bæði konur og karlar, eiga í einhverskonar vandræðum með tæmingu þvagblöðrunnar. Það er vegna þess að boð um nauðsyn tæmingar ná ekki eðlilega um mænu til og frá heila. Erfiðleikar með þvagblöðruna eru þó ekki alltaf MS-sjúkdómnum að kenna.

JAFNVÆGI Í UMÖNNUN

30. maí 2016
Mynd með fréttinni: JAFNVÆGI Í UMÖNNUN

Aðstoðin og umönnunin sem margir MS sjúklingar fá frá mökum sínum, öðrum fjölskyldumeðlimum og vinum, eru lykilatriði hvað varðar möguleika þeirra til að viðhalda lífsgæðum og sjálfstæði sínu í samfélaginu. En vinir og fjölskylda sem eru í hlutverki umönnunaraðlia þurfa einnig á stuðningi að halda til að viðhalda heilsu sinni og lífsgæðum. Með viðeigandi stuðningi er mögulegt fyrir þá sem annast fólk með MS að lifa heilbrigðu lífi og í góðu jafnvægi.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 1. tölublað 2016

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.