SUMARLOKANIR

15. júlí 2016
Mynd með fréttinni: SUMARLOKANIR

Skrifstofa MS-félagsins er lokuð 15. júli – 2. ágúst. Opnar kl. 10 miðvikudaginn 3. ágúst. Hægt er að kaupa minningarkort í síma 866 7736. MS Setrið er lokað 25. júlí - 8. ágúst. Opnar kl. 8 þriðjudaginn 9. ágúst.

SKEMMTILEGT TÆKIFÆRI FYRIR UNGA FÓLKIÐ

13. júlí 2016
Mynd með fréttinni: SKEMMTILEGT TÆKIFÆRI FYRIR UNGA FÓLKIÐ

MS-félagið óskar eftir ungum einstaklingi á aldrinum 18-35 ára sem er til í að taka þátt í norrænu samstarfi unga fólksins fram á haustið 2017 og er tilbúinn til að sækja fundi NMSR (Nordisk MS Råd) erlendis ásamt fulltrúum MS-félagsins. Hugmyndin er að setja saman sérstakan hóp sem hefði það að meginverkefni að vinna að gerð stuttmyndar um MS-sjúkdóminn og áhrif hans á ungt fólk.

RÚMUR MÁNUÐUR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ. SKRÁNING OG ÁHEITASÖFNUN Í FULLUM GANGI.

8. júlí 2016
Mynd með fréttinni: RÚMUR MÁNUÐUR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ. SKRÁNING OG ÁHEITASÖFNUN Í FULLUM GANGI.

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 20. ágúst n.k., er í fullum gangi. MS-félagið mun verða með bás í Laugardalshöll fyrir hlaupið og hvetjum við hlaupara okkar og stuðningsfólk til að heimsækja okkur í básinn. Allir sem hlaupa fyrir félagið fá borða með merki félagins til að næla á hlaupabolina sína, höfuðbuff og gúmmíarmband. Við verðum einnig með öflugt klapplið á Eiðsgranda við Grandaveg. Stuðningsliðið mun íklæðast bolum sem sérstaklega eru merkir félaginu og hvetja alla hlaupara áfram.

Útivistarparadísin KRIKI VIÐ ELLIÐAVATN

4. júlí 2016
Mynd með fréttinni: Útivistarparadísin KRIKI VIÐ ELLIÐAVATN

Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu er eigandi að útivistarparadísinni Krika við Elliðavatn. Þar er öll aðstaða sniðin að þörfum fatlaðra og hreyfihamlaða svo þeir fái stundað útiveru og veiði í vatninu. Allir eru velkomnir. Veitingar eru til sölu á hóflegu verði. Opið er daglega frá kl. 12-17 í sumar, nema hvað á föstudögum er opið til kl. 18.

MAMMA/PABBI ER MEÐ MS: ÚTSKÝRINGAR FYRIR BÖRNIN

28. júní 2016
Mynd með fréttinni: MAMMA/PABBI ER MEÐ MS: ÚTSKÝRINGAR FYRIR BÖRNIN

Ekki er einhlítt hvenær best er að segja börnum sínum frá því að foreldri þess sé með MS. Misjafnt er hvenær börn eru í stakk búin til að takast á við fregnina og ræður aldur þeirra og þroski miklu þar um, ásamt því hvernig samskiptamynstri fjölskyldunnar er háttað. Hér eru gefnir punktar sem foreldrar geta nýtt sér til að útskýra MS fyrir ungum börnum sínum.

ÉG ER MEÐ MS

23. júní 2016
Mynd með fréttinni: ÉG ER MEÐ MS

Margir sem greinast með MS eru í vafa um hvenær þeir eigi að skýra fjölskyldu, vinum og/eða vinnufélögum frá greiningunni. Sumum finnst léttir að gera það strax en aðrir vilja bíða með það, sérstaklega þegar einkennin eru væg eða tímabundin. Öðrum finnst rétt að segja aðeins frá ef þeir eru spurðir en sleppa því annars.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 1. tölublað 2016

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.