NÝTT NÁMSKEIÐ: NÚVITUND, finndu frið í flóknum heimi

28. febrúar 2015
Mynd með fréttinni: NÝTT NÁMSKEIÐ: NÚVITUND, finndu frið í flóknum heimi

Skráning er hafin á námskeið í núvitund (mindfulness) sem Margrét Bárðardóttir sálfræðingur sér um. Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og sálfræði austrænnar visku en markmið námskeiðsins er að öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar. Núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar og dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Námskeiðið er einu sinni í viku, í 8 vikur, frá mánudeginum 16. mars.

TÍMARITIÐ MEGINSTOÐ KOMIÐ Í VEFÚTGÁFU

24. febrúar 2015
Mynd með fréttinni: TÍMARITIÐ MEGINSTOÐ KOMIÐ Í VEFÚTGÁFU

1. tbl. MeginStoðar 2015 er nú komið á vefinn en fer í póstdreifingu til félagsmanna í kringum helgina. Meðal efnis er grein til foreldra barna og ungs fólks með MS, viðtal við Maríu Þosteinsdóttur sem tengst hefur félaginu frá upphafi og þýðing á alþjóðlegum netfundi alþjóðasamtaka MS, MSIF, um versnun í MS. Þá eru námskeið vorannar kynnt, viðtal við hönnuð nýja merkis MS-félagsins, pistill um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna og skammdegisþankar frá Akureyri. Einnig eru væntanlegir fræðslubæklingar MS-félagsins kynntir og sagt frá starfi MS-Setursins.

FULLTRÚI Í VELFERÐARÁÐI BORGARINNAR KYNNIR SÉR FERÐAÞJÓNUSTUNA

15. febrúar 2015
Mynd með fréttinni: FULLTRÚI Í VELFERÐARÁÐI BORGARINNAR KYNNIR SÉR FERÐAÞJÓNUSTUNA

Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Samfylkingar í velferðaráði Reykjavíkurborgar og varaformaður MS-félagsins, fór á dögunum með félaga okkar Jóhönnu Pálsdóttur, á rúntinn í ferðaþjónustubíl fyrir fatlaða. Ferð þeirra tók rúmlega klukkustund með þremur misflóknum stoppum á leiðinni. Heiða dáist að jákvæðni farþega og bílstjóra og segist reynslunni ríkari sem hún taki með sér á fund velferðaráðs. MS-félagið hefur fylgst mjög vel með málefnum ferðaþjónustunnar, mætt á fund með hagsmunaaðilum sem Strætó bs. boðaði til í sl. mánuði og komið ábendingum á framfæri.

OPINN FUNDUR MEÐ NOTENDUM FERÐAÞJÓNUSTUNNAR, miðvikudaginn 18. febrúar

15. febrúar 2015
Mynd með fréttinni: OPINN FUNDUR MEÐ NOTENDUM FERÐAÞJÓNUSTUNNAR, miðvikudaginn 18. febrúar

Að frumkvæði Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra hefur verið ákveðið að Hin sérstaka stjórn sem sett var yfir Ferðaþjónustu fatlaðra þann 5. febrúar sl. gefi notendum og/eða aðstandendum þeirra kost á að koma til fundar við stjórnina nk. miðvikudag, 18. febrúar, kl. 16:00 -18:00, í félagsheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12.

MIKILVÆGI HREYFINGAR FYRIR HEILSUNA

12. febrúar 2015
Mynd með fréttinni: MIKILVÆGI HREYFINGAR FYRIR HEILSUNA

Laugardaginn 17. janúar sl. stóðu Parkinsonsamtökin á Íslandi fyrir fyrirlestri um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna í Gullteigi á Grand Hótel. Fyrirlesari var Ingibjörg H. Jónsdóttir. Ingibjörg er prófessor í hreyfingu og heilsu við Gautaborgarháskóla og forstöðumaður Streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og mun ég fjalla um helstu atriði sem komu fram.

VIÐGERÐARÞJÓNUSTA VEGNA GÖNGUGRINDA OG HANDKNÚINNA HJÓLASTÓLA

11. febrúar 2015
Mynd með fréttinni: VIÐGERÐARÞJÓNUSTA VEGNA GÖNGUGRINDA OG HANDKNÚINNA HJÓLASTÓLA

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við Hjólið ehf. í Kópavogi og Örninn hjól ehf. í Reykjavík um einfaldar viðgerðir á göngugrindum og handknúnum hjólastólum. Notendur geta sótt viðgerðarþjónustu til þessara hjólreiðaverkstæða vegna einfaldra viðgerða á göngugrindum og handknúnum hjólastólum en geta jafnframt valið verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar SÍ kjósi þeir það frekar.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 1. tölublað 2015

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.