NÁMSKEIÐ FYRIR FORELDRA EINSTAKLINGA MEÐ MS: Skráning stendur yfir

25. mars 2015
Mynd með fréttinni: NÁMSKEIÐ FYRIR FORELDRA EINSTAKLINGA MEÐ MS: Skráning stendur yfir

Námskeið fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn verður haldið 10. apríl nk. (4 klst. eftir hádegi) með eftirfylgni 24. apríl (2 klst.). Verð 2.500 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk. Námskeiðið byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi. Fræðsla verður um MS-sjúkdóminn og áhrif greiningar MS á foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi. Fjallað verður m.a. um samskipti fjölskyldumeðlima, tilfinningar, aðlögun, meðvirkni og streitu. Taugalæknir veitir fræðslu og svarar spurningum þátttakenda.

VEGLEG GJÖF TIL MS-FÉLAGSINS

24. mars 2015
Mynd með fréttinni: VEGLEG GJÖF TIL MS-FÉLAGSINS

Stúkan Þorkell Máni afhenti í dag MS-félaginu 48“ Samsung upplýsingaskjá til eignar. Ákveðið hefur verið að setja skjáinn upp í MS-Setrinu þar sem hann mun nýtast vel til að miðla upplýsingum um dagskrá og aðra viðburði til félaganna í Setrinu. Á myndinni má sjá stúkufélaga afhenda formanni félagsins Berglindi Guðmundsdóttur skjáinn, að viðstaddri Þuríði Sigurðardóttur framkvæmdastjóra MS-Setursins. Stúkunni var gefið þakkarskjal frá félaginu með kærri þökk fyrir rausnarlega gjöf.

PÁSKABINGÓ laugardaginn 28. mars kl. 13:00

21. mars 2015
Mynd með fréttinni: PÁSKABINGÓ laugardaginn 28. mars kl. 13:00

Hið árlega páskabingó MS-félagsins verður haldið laugardaginn 28. mars n.k. kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 12:30. Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum. Bingóspjaldið kostar 250 kr. sem er sama verð og í fyrra. Bingóstjóri er Ólína Ólafsdóttir og með henni verða stöllurnar Berglind Björgúlfsdóttir og Vigdís Ingólfsdóttir.

NÁMSKEIÐ FYRIR 8-14 ÁRA BÖRN MS-FÓLKS: Skráning stendur yfir

18. mars 2015
Mynd með fréttinni: NÁMSKEIÐ FYRIR 8-14 ÁRA BÖRN MS-FÓLKS: Skráning stendur yfir

Helgina 24.-26. apríl 2015 verður haldið námskeið fyrir 8-14 ára börn MS-fólks í samstarfi við Systkinasmiðjuna. Markmið námskeiðsins eru að veita börnum MS-fólks tækifæri til að hitta önnur börn í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi, að veita börnunum tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga foreldri með MS, að veita börnunum innsýn í það hvernig takast má á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga foreldri með MS og að veita börnunum tækifæri til að læra meira um sjúkdóm foreldri síns.

NÝTT 8 VIKNA REIÐNÁMSKEIÐ (19. MARS - 7. MAÍ) AÐ BYRJA: SKRÁNING HAFIN

10. mars 2015
Mynd með fréttinni: NÝTT 8  VIKNA REIÐNÁMSKEIÐ (19. MARS - 7. MAÍ) AÐ BYRJA: SKRÁNING HAFIN

Fimmtudaginn 19. mars kl. 10:30 byrjar nýtt 8 vikna reiðnámskeið, þ.e. þjálfun á hestbaki, sem verður einu sinni í viku. Reiðnámskeið hafa verið í boði frá ársbyrjun 2014 og þátttakendur eru mjög ánægðir. Námskeiðið styrkir bæði líkama og sál því fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva sem fljótir eru að rýrna hjá okkur MS-fólki eftir því sem hægir á okkur. SKRÁNING TIL 16. MARS.

SAMSKIPTAMIÐILL UNGA FÓLKSINS MEÐ MS, shift.ms

5. mars 2015
Mynd með fréttinni: SAMSKIPTAMIÐILL UNGA FÓLKSINS MEÐ MS, shift.ms

Í nýjasta tölublaði MeginStoðar er að finna grein eftir Heiðu B. Hilmisdóttur, varaformann félagsins, um samskiptamiðilinn shift.ms. Um er að ræða samskiptasíðu fyrir ungt fólk með MS til að auðvelda þeim að finna félaga um allan heim til að spjalla við. Samskiptin fara fram á ensku. Heiða lætur sig málefni unga fólksins mikið varða og stendur fyrir fésbókarsíðunni „Foreldrar og nánir ættingjar barna og ungmenna með MS á Íslandi“ en einnig er hægt að gerast meðlimur fésbókarsíðunnar „Ungt fólk með MS“.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 1. tölublað 2015

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.