Samband næst ekki við efnisveitu

ÞRIÐJA REIÐNAMSKEIÐIÐ AÐ BYRJA GREIÐSLUDREIFING I BOÐI

20. september 2014
Mynd með fréttinni: ÞRIÐJA REIÐNAMSKEIÐIÐ AÐ BYRJA  GREIÐSLUDREIFING I BOÐI

Fimmtudaginn 9. október kl. 10:30 byrjar nýtt 10 vikna reiðnámskeið, þ.e. þjálfun á hestbaki. Þátttakendur sem tóku þátt í tveimur fyrstu reiðnámskeiðunum sem haldin voru fyrr á árinu eru þegar búnir að skrá sig á þetta námskeið og geta vart beðið eftir að byrja á ný. Þeir eru allir sammála um að námskeiðin hafi styrkt þá á sál og líkama því fyrir utan góðan félagsskap við hesta og menn, þá hjálpa hreyfingar hestsins til við að efla jafnvægi og styrkja bak- og lærvöðva sem fljótir eru að rýrna hjá okkur MS-fólki eftir því sem hægir á okkur.

NÝTT MERKI MS-FÉLAGS ÍSLANDS

18. september 2014
Mynd með fréttinni: NÝTT MERKI MS-FÉLAGS ÍSLANDS

Stjórn MS-félagsins hefur ákveðið að kynna og taka í notkun nýtt merki (lógó) fyrir MS-félag Íslands. Nýja merkið verður formlega kynnt á aðalfundinum n.k. laugardag. Rökin fyrir breytingunni er að núverandi merki þykir fast í forminu og gefur lítið svigrúm til að „leika með“ en nýtt merki gefur mikla möguleika til að nota á margvíslegan hátt, s.s. á bréfsefni, á vefsíðu, á auglýsingar og ýmsa gripi svo sem boli, buff, töskur o.fl. Þa hafa MS-félögin í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku tekið upp ný merki sem léttara er yfir og ekki síst þykir tækifæri til að skipta núna þar sem framundan er m.a. útgáfa fræðslubæklinga og ný vefsíða.

AÐALFUNDUR MS-FÉLAGS ÍSLANDS

17. september 2014
Mynd með fréttinni: AÐALFUNDUR MS-FÉLAGS ÍSLANDS

Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn laugardaginn 20. september 2014 kl. 13 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5. Húsið verður opnað kl. 12:30 og eru félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega. Gera má ráð fyrir að fundi sé lokið kl. 15. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn og hafa greitt árgjald til félagsins. Boðið verður upp á veitingar.

NÁMSKEIÐ FYRIR FATLAÐAR KONUR

16. september 2014
Mynd með fréttinni: NÁMSKEIÐ FYRIR FATLAÐAR KONUR

Í haust mun Tabú, í samstarfi við Kvennahreyfingu Öryrkjabandalags Íslands, standa fyrir öflugu tíu vikna námskeiði fyrir fatlaðar konur á öllum aldri og óháð skerðingu. Á námskeiðinu verður fjallað um áhrif og afleiðingar fötlunarfordóma, kynjamisréttis, klámvæðingar og ofbeldis á líkamsímynd, kynverund og stöðu mannréttinda fatlaðra kvenna. Námskeiðið verður í umsjá Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur og Freyju Haraldsdóttur sem eru stofnendur og verkefnastýrur Tabú. Námskeiðið er því haldið af fötluðum konum fyrir fatlaðar konur eingöngu.

S-MERKT LYF VERÐA FELLD UNDIR LYFJAGREIÐSLUKERFIÐ

12. september 2014
Mynd með fréttinni: S-MERKT LYF VERÐA FELLD UNDIR LYFJAGREIÐSLUKERFIÐ

Skv. frumvarpi til fjárlaga sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi munu MS-sjúklingar þurfa að greiða fyrir MS-lyf, svo sem Gilenya, Betaferon-lyf og Copaxone, frá og með næstu áramótum til viðbótar við almenn lyf en að hámarki því sem lyfjagreiðslukerfið segir til um. Skv. lyfjaendurgeiðslukerfinu greiða aldraðir og öryrkjar nú 46.277 kr. að hámarki fyrir almenn lyf á ári og aðrir að hámarki 69.415 kr. Skv. því sem boðað er í fjárlagafrumvarpinu munu þessar fjárhæðir koma til með að hækka en um hve mikið er enn óvíst. Tysabri er gefið á göngudeild og mun því ekki falla undir greiðslukerfið.

MEGINSTOÐ KOMIÐ ÚT

9. september 2014
Mynd með fréttinni: MEGINSTOÐ KOMIÐ ÚT

Tímarit MS-félagsins, MeginStoð, er komið út og á leið til félagsmanna með póstinum. Að venju er að finna í blaðinu áhugaverðar greinar, frásagnir, myndir og upplýsingar. Meðal efnis er viðtal við Björn Loga Þórarinsson lækni um göngupilluna Fampyru, auk þess sem hann stiklar á stóru um MS-lyf, m.a. um Tecfidera, nýju MS-pilluna, sem vonandi verður tekin í notkun hér á landi fljótlega upp úr áramótum. Þá er viðtal við Sybil Urbancic um Feldenkrais-líkamsræktartækni sem hún hefur kennt í áraraðir, m.a. í MS-Setrinu.

MS-félagið býður upp á metnaðarfulla þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem:

 

Ýmis námskeið, svo sem fyrir nýgreinda, börn, maka og foreldra MS-fólks, jafnvægis- og styrktarnámskeið, yoga, reiðnámskeið, minnisnámskeið, námskeið í virkni og vellíðan, HAM – hugræna atferlismeðferð og kynjabundin kynlífsnámskeið

 

Lyfjahóp sem leggur sig fram um að viða að sér nýjustu upplýsingum um lyfjamál og vera í forsvari gagnvart heilbrigðisyfirvöldum til að tryggja að MS-fólk njóti bestu mögulegrar meðferðar á hverjum tíma.

 

Fræðslu- og kynningarfundi - upptökur af flestum fundum eru settar á heimasíðuna sem þjónusta við þá sem ekki eiga heimangengt og fyrir landsbyggðarfólk

 

Landsbyggðarfundi til að færa fólk á landsbyggðinni nær félaginu – kynning á félaginu, lyfjamálum og hjálpartækjum

 

Íbúð til útleigu til skemmri tíma að Sléttuvegi 9 sem er aðallega nýtt af landsbyggðarfólki og MS-fólki búsettu erlendis

 

Viðtalstíma við formann félagsins – er sérstaklega vel tekið af nýgreindum og aðstandendum þeirra

 

MS-Setrið - stendur MS-fólki til boða - rekið skv. þjónustusamningi við Velferðarráðuneyti

 

Félagsráðgjafa – viðtalstímar á föstudögum frá kl. 10-13

 

Útgáfu tímarits, MeginStoðar, tvisvar á ári, auk bóka og bæklinga

 

Skrifstofu – opið daglega frá kl. 10-15

 

Þátttöku í Alþjóðadegi MS-félaga

 

Vefsíðu og fésbókarsíðu

 

Erlent samstarf

 

Nefndastarf

 

Ýmislegt annað ótalið

 

 

Forsíða 2. tölublað 2014

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjasta blaðið, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá eldri blöð, smellið á örvarnar.

Leiðbeiningar:

Til að sjá nýjustu myndirnar, smellið með músinni á myndina.

Til að sjá myndasafnið, smellið á örvarnar.